fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Skammgóður vermir nýráðinna aðstoðarmanna ráðherra – Lilja hóf störf fyrir fimm dögum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 10:02

Ásmundur Einar Daðason og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarslitin sem áttu sér stað um helgina komu fjölmörgum í opna skjöldu og hafa víðtækar afleiðingar. Þannig vill til að tveir ráðherrar, Ásmundar Einar Daðason og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafa nýlega ráðið til sín aðstoðarmenn sem sjá nú fram á það að gamanið gæti orðið stutt.

Þann 1. október síðastliðinn var tilkynnt um að fjölmiðlakonan góðkunna, Kristjana Arnarsdóttir, hefði tekið við sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars, og sagt upp störfum á RÚV. Kristjana er þó orðinn reynslubolti í pólitíkinni miðað við Lilju Hrund Lúðvíksdóttur sem  hóf störf á föstudaginn, þann 11. október, sem aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar. RÚV greindi frá þessu.

Framundan eru því óvissutímar hjá hinum nýráðnu aðstoðarmönnum. Komi til þess að Ásmundur Einar og Þórdís Kolbrún haldi ekki embættum sínum þá fá hinir nýju aðstoðarmenn biðlaun til þriggja mánaða, þrátt fyrir stuttan starfstíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“