fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Svandís fær á baukinn: „Ráðabruggið lýsti ótrú­legri vanþekk­ingu á stjórn­skip­an lands­ins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svo kann að fara að Svandís setji nýtt Íslands­met flokks­for­manns í að ganga af flokki sín­um dauðum. Það yrði þjóðinni ekk­ert reiðarslag; skyn­sam­ir, heil­steypt­ir og heiðarleg­ir vinstri­menn hafa í önn­ur hús að venda.“

Þetta eru lokaorð leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag þar sem föstum skotum er skotið að Svandísi Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna, um atburðarás síðustu daga.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gekk á fund forseta Íslands í gær og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, féllst á beiðnina en lagði jafnframt til að ríkisstjórnin sæti sem áfram sem starfsstjórn.

„Allt er það eft­ir bók­inni,“ segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins og vísar svo í orð Höllu:

„Frum­skylda mín sem for­seta er að tryggja að í land­inu sé starf­hæf stjórn. Rík­is­stjórn sem beðist hef­ur lausn­ar sit­ur sem starfs­stjórn til bráðabirgða. Í því felst að hún gegn­ir þeim störf­um sem nauðsyn­leg eru við dag­lega stjórn lands­ins.“

„Furðulegur misskilningur“

„Ástæða þess að for­seti taldi sig þurfa að stafa hlut­verk og eðli starfs­stjórn­ar með þess­um hætti er að síðustu dæg­ur hef­ur kom­ist á kreik ein­hver furðuleg­ur mis­skiln­ing­ur – upp­lýs­inga­óreiða jafn­vel – um inn­tak starfs­stjórna,“ segir leiðarahöfundur og bætir við að svo vilji til að þennan misskilningi megi rekja til Svandísar sem lét í ljós von um að mynda mætti starfsstjórn án Bjarna „eins og starfsstjórnir hafi pólitískt hlutverk“.

„Ekki er ljóst hvort þar að baki býr per­sónu­leg óvild eða póli­tísk­ur of­metnaður, en það gild­ir einu; ráðabruggið lýsti ótrú­legri vanþekk­ingu á stjórn­skip­an lands­ins. Hef­ur Svandís þó starfað 15 ár á Alþingi, þar af 11 ár sem ráðherra og býr að póli­tískri fjöl­skylduarf­leifð að auki. Samt vildu Vinstri græn­ir ekki taka þátt í starfs­stjórn­inni, þó lög­spek­ing­um beri sam­an um skyldu þeirra til þess að verða við til­mæl­um for­seta um það. Gæti ábyrgðarleysið verið meira?,“ spyr leiðarahöfundur.

Vanþekking og grunnhyggni?

Í leiðaranum eru svo rifjuð upp ýmis mál sem tengjast Svandísi og þá gagnrýni sem hún hefur fengið á sig, til dæmis dóm í Hæstarétti árið 2011 og dóm sem hún fékk sem heilbrigðisráðherra 2021 vegna skylduvistunar á sóttkvíarhóteli.

Í leiðaranum segir svo höfundur:

„Hina hörðu gagn­rýni á Svandísi vegna embætt­is­færslu henn­ar má rekja til þess að hún hef­ur virst hafa vís­vit­andi farið fram án laga­heim­ilda, jafn­vel þvert á lög, og raun­ar haft uppi orð um að hana varðaði lítt um lög­in, hún væri nefni­lega í póli­tík. Það hef­ur þótt bera vott um óboðlega ósvífni og van­v­irðu við góða lýðræðis­hefð.

Er það svo? Eft­ir á að hyggja var sú gagn­rýni ef til vill ósann­gjörn.

Miðað við yf­ir­grips­mikið þekk­ing­ar­leysi henn­ar á stjórn­skip­an lands­ins, sem op­in­ber­ast hef­ur í orðum Svandís­ar um starfs­stjórn­ir, er nefni­lega ekki loku fyr­ir það skotið að öll þessi ax­ar­sköft og lög­brot í embætti megi frem­ur rekja til vanþekk­ing­ar og grunn­hyggni en ger­ræðis og slægðar.“

Segir höfundur að hvort heldur er þá sé það hvorki Svandísi né VG til álitsauka og var fylgið ekki beysið fyrir.

„Þegar við tek­ur hið fá­dæma ábyrgðarleysi að skor­ast und­an þátt­töku í starfs­stjórn­inni – stjórn­inni sem axla þarf skyld­urn­ar af rík­is­stjórn­inni sem Svandís kom sjálf fyr­ir katt­ar­nef – fyr­ir­gefst kjós­end­um þó þeir átti sig ekki á er­indi Vinstri grænna við sig. Eða öðrum flokk­um þó þeim lít­ist mátu­lega á rík­is­stjórn­ar­sam­starf við þá næstu árin. Svo kann því að fara að Svandís setji nýtt Íslands­met flokks­for­manns í að ganga af flokki sín­um dauðum. Það yrði þjóðinni ekk­ert reiðarslag; skyn­sam­ir, heil­steypt­ir og heiðarleg­ir vinstri­menn hafa í önn­ur hús að venda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt