Harry Redknapp fyrrum þjálfari í ensku úrvalsdeildinni er ekki hrifin af því að Thomas Tuchel sé að taka við enska landsliðinu.
Redknapp eins og reyndar margir Englendingar vilja að enskur þjálfari stýri enska landsliðinu.
„Ég vil að Englendingur stýri landsliðinu, ég elska þjóð mína og vil að þjálfairnn sé enskur,“ segir Redknapp.
„Hópurinn var kannski ekki stór en enskir stjórar eru heldur ekki að fá tækifærin í ensku deildinni.“
„Flest félög eru með erlenda eigendur, þeir vilja erlenda stjóra. Við erum bara með örfáa þjálfara frá Englandi í úrvalsdeildinni í dag.“
„Miðað við fjármuni sem enska sambandið setur í þjálfun þá á þjálfarinn að koma frá Englandi.“