fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
433Sport

Segir frá kostnaði atvinnumanna sem fáir vita af – Ronaldo líklega lagt út meira en 14 milljónir í þetta

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. október 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætla má að Cristiano Ronaldo hafi gefið andstæðingum sínum treyjur fyrir um 14 milljónir eftir leiki. Ben Foster segir frá reglu sem fáir vita af.

Þannig þegar leikmaður í atvinnumennsku skiptir um treyju eftir leik þá þarf hann að greiða fyrir treyjuna, er það á kostnaðarverði.

Foster sem átti farsælan feril tók Ronaldo sem dæmi. „Hann hefur spilað 1.100 leiki á ferlinum og fær tvær treyjur í hverjum leik,“ segir Foster.

„Ég er ekki að segja að hann gefi báðar treyjurnar, en segjum að það sé treyja á leik.“

Ronaldo og Aron Einar eftir leik Íslands og Portúgal á EM 2016. Getty Images

„Þetta væru þá 1.100 treyjur og treyjan hjá Manchester United í dag kostar 100 pund. Þær voru ódýrari í gamla dag, segjum að meðalverð sé 70 pund.“

„Það eru því 77 þúsund pund í treyjur fyrir andstæðinga.“

Foster tók fram að veskið hjá Ronaldo myndi varla finna fyrir þessu en vildi segja frá kostnaði sem fáir átta sig á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjóðþekkt fólk lofsyngur starf Barkar á Hlíðarenda eftir að hann tilkynnti um starfslok – „Þú ert klárlega einn af þessum stóru“

Þjóðþekkt fólk lofsyngur starf Barkar á Hlíðarenda eftir að hann tilkynnti um starfslok – „Þú ert klárlega einn af þessum stóru“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Cantona urðar yfir stjórnendur United – „Þvílík óvirðing, þetta er hneyksli“

Cantona urðar yfir stjórnendur United – „Þvílík óvirðing, þetta er hneyksli“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fullyrt að Árni og Jóhann Birnir hætti í Breiðholtinu og taki við Fylki

Fullyrt að Árni og Jóhann Birnir hætti í Breiðholtinu og taki við Fylki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Utan vallar: Latur Norðmaður sem ætti að víkja fyrir augljósum kosti

Utan vallar: Latur Norðmaður sem ætti að víkja fyrir augljósum kosti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Forseti Barcelona byrjaður að vinna í því að fá Haaland

Forseti Barcelona byrjaður að vinna í því að fá Haaland
433Sport
Í gær

United sagt fylgjast með gangi mála hjá enska landsliðsmanninum

United sagt fylgjast með gangi mála hjá enska landsliðsmanninum
433Sport
Í gær

Biður fjölmiðla að setja fyrirvara á ásökun um nauðgun

Biður fjölmiðla að setja fyrirvara á ásökun um nauðgun
433Sport
Í gær

Áfram heldur Ratcliffe að skera niður – Tekur jólapartý af dagskrá

Áfram heldur Ratcliffe að skera niður – Tekur jólapartý af dagskrá