En það var nú ekki alls kostar rétt því í honum voru 79 fentanýl töflur, þrjár oxycondone töflur og 230 grömm af metamfetamíni.
Lögreglan stöðvaði ferð fólksins, karls og konu, því þau óku um á stolinni Ford Taurus bifreið. Þegar rætt var við fólkið sáu lögreglumennirnir fyrrnefndan poka og handtóku þá fólkið.
The Guardian hefur eftir talsmanni lögreglunnar að töluvert magn fíkniefna hafi verið í bílnum auk peninga og hlaðins skotvopns.
Hin grunuðu, hinn 35 ára Reginald Reynold og hin 37 ára Mia Baggenstos, eiga yfir höfði sér ákæru fyrir vörslu fíkniefna og nytjastuld á ökutæki.