fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Betra seint en aldrei – Fékk að vita um afdrif atvinnuumsóknarinnar eftir 48 ár

Pressan
Miðvikudaginn 16. október 2024 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1976 sótti Tizi Hodson, sem býr í Englandi, um draumastarfið sitt sem mótorhjólaáhættuleikari. En hún fékk aldrei svar við umsókninni. Nú veit hún loksins af hverju.

Tizi trúði ekki eigin augum nýlega þegar hún opnaði póstinn sinn. Í umslagi einu var umsókn hennar um starfið en hana setti hún í póst í janúar 1976. Í umslaginu var handskrifaður miði sem á stóð að umsóknin hefði legið bak við skúffu á pósthúsinu í öll þessi ár.

„Ég hef alltaf furðað mig á af hverju ég heyrði aldrei neitt um starfið. Núna veit ég af hverju,“ sagði hún í samtali við BBC.

Hún veit ekki hver sendi henni umsóknina eða hvort bréfið komst nokkru sinni á leiðarenda. „Hvernig þeir fundu mig er ráðgáta. Ég hef flutt á milli húsa svona 50 sinnum og meira að segja flutt fjórum fimm sinnum á milli landa,“ sagði hún.

En þrátt fyrir að hún hafi ekki fengið þetta starf, þá lifði hún ekki neinu leiðindalífi því hún bjó í Afríku um hríð, starfaði sem slöngutemjari og hestahvíslari, lærði að fljúga og varð listflugmaður og flugkennari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans