Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson eru sagðir taka við Fylki á næstu dögum. Þetta kom fram í Dr. Football hlaðvarpinu í dag.
Árni og Jóhann hafa stýrt ÍR síðustu ár og gerðu nýjan samning við félagið á dögunum.
Fram kom í þættinum að málið væri langt komið en Árni og Jóhann stýrðu ÍR upp úr 2. deildinni fyrir rúmu ári síðan.
Þeir gerðu svo vel með ÍR í Lengjudeildinni í sumar þar sem liðið komst í umspil um laust sæti í Bestu deildinni.
Fylkir er fallið úr Bestu deildinni en ljóst er að Rúnar Páll Sigmundsson mun hætta eftir tímabilið.