fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íris Róbertsdóttir ekki í framboð – „Hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í landsmálin í þetta skiptið“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 15. október 2024 16:37

Íris ætlar ekki í framboð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ætlar ekki að gefa kost á sér til þingmennsku í komandi kosningum. Hún ætlar að einbeita sér að Vestmannaeyjum.

Þetta kemur fram í færslu hjá Írisi nú síðdegis. Íris hafði verið orðuð við framboð fyrir bæði Samfylkinguna og Viðreisn. Hún var áður í Sjálfstæðisflokknum en situr sem bæjarstjóri fyrir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey.

„Það hefur talsvert verið skrafað um það á opinberum vettvangi síðustu vikurnar hvort að ég sé á leið inn í landsmálin og það hefur færst í aukana nú þegar ljóst er að Alþingiskosningar standa fyrir dyrum,“ segir Íris í færslunni.

Segist hún þakklát fyrir traust þeirra sem hafa leitað til hennar undanfarið.

„Ég hef velt þessu alvarlega fyrir mér, ekki síst í ljósi þess að mér hefur þótt mikið vanta uppá að þingmenn hafi sinnt okkur hér í Eyjum og raunar vantað mikið uppá samtal ríkisins við sveitastjórnarstigið í heild sinni,“ segir Íris. „Hlutir gerst of hægt. Menntamálin eru mér líka mjög hugleikin og þar þarf að stíga ný skref til að tryggja börnum tækifæri til framtíðar. Raunar erum við þegar komin af stað í þá vegferð hér í Eyjum m.a. með verkefninu Kveikjum neistann. n að þessu sögðu þá er niðurstaða mín sú að kraftar mínir munu nýtast betur við þau verkefni sem ég hef sinnt í Eyjum og hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í landsmálin í þetta skiptið. Ég hlakka til að vinna áfram að hagsmunum okkar hér í Eyjum sem bæjarstjóri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu