Jurgen Klopp stjóri Liverpool nýtur þess að vera í fríi áður en hann hefur störf hjá Red Bull í janúar sem yfirmaður yfir öllum félögum í eigu þeirra.
Klopp hefur undanfarið dvalið á Marbella þar sem hann og eiginkona hans Ulla hafa komið sér fyrir.
Klopp keypti hús á um 600 milljónir í Marbella og lét breyta því öllu, vill Klopp nota eins lítið rafmagn og hægt er.
Klopp hefur frá því að hann hætti hjá Liverpool í maí verið í sólinni og notið lífsins.
Hann er meðlimur í Marbella County Club þar sem aðildin kostar um 400 þúsund krónur á ári. Þar er hægt að slaka á og stunda íþróttir.
Klopp er mikið að spila Padel en Prinsinn af Mónakó, Prinsessan frá Svíþjóð, Boris Becker og Novak Djokovic eru þar meðlimir.
Klopp getur slakað á í rúma tvo mánuði í viðbót áður en hann hefur störf.