fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Eyjan

TikTok-gæti skipt sköpum í komandi kosningum – En hvernig eru flokkarnir að nýta sér miðilinn?

Eyjan
Þriðjudaginn 15. október 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir bar afgerandi sigur úr býtum í forsetakosningunum í vor, en gott gengi hennar hefur meðal annars verið rakið til þess hversu vel hún náði til yngri kjósenda með því að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok.

Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, skrifaði í færslu um helgina að TikTok-gæti skipt miklu máli í komandi kosningum, og jafnvel orðið til þess að hér taki hrein hægri stjórn við völdum:

„Núna er það þannig að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Viðreisn eru í síðustu könnun einni TikTok herferð frá því að ná meirihluta með tæra hægri stjórn, ef einhver skyldi vilja vinna með Bjarna og Sigmundi, þó ekki sé nema þeir sjálfir.“

Því er ekki úr vegi að kanna hvað stjórnmálaflokkarnir eru að gera á TikTok. Til að draga saman það sem rekið er hér að neðan þá er Flokkur fólksins sem stendur að standa sig best á TikTok, þó að Miðflokkurinn sem bara nýlega hóf að nýta sér miðilinn sæki fast á miðin.

Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn er á TikTok, en þar fer þó minna fyrir honum en á Alþingi. Fylgjendur eru aðeins 742 talsins en „læk“ eru 6.309 þegar grein þessi er rituð. Vinsælasta myndband flokksins á þessu ári er frá því í apríl en það hefur fengið um 12,7 þúsund áhorf. Það kemur líklega fáum á óvart að myndbönd flokksins einkennast af nokkru íhaldi en þó má finna dæmi um létt grín.

Hér er vinsælasta myndbandið:

@sjalfstaedisflokkurinnBjarni Benediktsson forsætisráðherra um útlendingamál í Kastljósi. Þar benti hann á hversu hratt kostnaðurinn hefur vaxið við málaflokkinn en benti jafnframt á að frumvarp um breytingu á útlendingalögunum liggi fyrir á Alþingi.♬ original sound – Sjálfstæðisflokkurinn

Hér er smá grín:

 

@sjalfstaedisflokkurinnMá lögregla rannsaka mál að eilífu? – spurði Hildur Sverrisdóttir í pontu þegar hún mældi fyrir frumvarpi sínu um hámarkstíma sakamálarannsókna. Það gekk þó ekki uppákomulaust fyrir sig. Því það fylgir stundum þingstarfinu að þurfa spretta í pontuna með litlum fyrirvara.♬ original sound – Sjálfstæðisflokkurinn

Miðflokkurinn

Miðflokkurinn er á mikilli siglingu í skoðanakönnunum. Flokkurinn hafði látið TikTok, en líklega fengið innblástur frá góðu gengi Höllu forseta því flokkurinn mætti með látum á TikTok nú í september. Miðflokkurinn er meira í flippinu en aðrir sem virðist vera að skila sér því fylgjendur eru strax 909 talsins þó að „læk“ séu sem stendur aðeins 3.204. Vinsælasta myndbandið er það fyrsta sem flokkurinn birti og hefur fengið 42,8 þúsund áhorf.

Hér er vinsælasta myndbandið:

@midflokkurinn17 #fyp #Ísland #íslenskt @Bergthor Olason ♬ original sound – Miðflokkurinn

Hér er svo annað nýlegt þar sem grínið er í lykilhlutverki.

@midflokkurinn17 #fyp #Ísland #íslenskt @Bergthor Olason ♬ original sound – EX7STENCE™

Flokkur fólksins

Flokkur fólksins hefur náð að koma sér nokkuð vel fyrir á TikTok. Fylgjendur eru 1.599 og „læk“ 20 þúsund. Myndböndin eru í alvarlegri kantinum með áherslu á málefni flokksins og gagnrýni í garð ríkisstjórnarinnar. Vinsælasta myndbandið á þessu ári er frá því í janúar og hefur fengið 43,3 þúsund áhorf.

@flokkurfolksins Algjört stjórnleysi í málefnum hælisleitenda. #islenskt #islensktiktok #fyp #althingi ♬ original sound – Flokkur fólksins

Það má þó líka finna grín, þó undirtóninn sé alvarlegur.

@flokkurfolksins Síðasta föstudag greiddu þingmenn atkvæði um fjárlögin. Þrátt fyrir að árlega deyi tugir einstaklinga ótímabærum dauða vegna fíkniskjúkdómsins sér ríkisstjórnin enga ástæðu til að koma til bjargar og kaus gegn auknum framlögum til stofnana sem berjast gegn banvænum fíkniskjúkdómsum. #islensktiktok #ísland #islenskt ♬ original sound – Flokkur fólksins

 

Píratar

Píratar á TikTok hafa nælt sér í 478 fylgjendur og 4162 „læk“ á því tæpa ári sem flokkurinn hefur verið á miðlinum. Myndbönd flokksins eru allskonar en helst þjóna þau þeim tilgangi að upplýsa um störf þingmanna flokksins á Alþingi. Vinsælasta myndbandið hefur fengið 34,8 þúsund áhorf en þar bregður Björn Leví Gunnarsson, þingmaður, á leik með slanguryrði yngstu kynslóðarinnar.

@piratar.xp Hæ besties 🤗 komiði með @bjornlevi í smá vibe check á Alþingi 🙌 #íslenskstjórnmál #íslenskt #pólitík #fyrirþig #píratar #íslensktiktok ♬ original sound – Píratar XP

Samfylkingin

Samfylkingin mætti á TikTok í febrúar og spilar formaðurinn, Kristrún Frostadóttir, stórt hlutverk í myndböndunum sem birst hafa. Fylgjendur eru 580 talsins og „læk“ eru 2.754.  Myndböndin eru helst til alvarleg og eru gagnrýnin á ríkisstjórnina. Vinsælasta myndbandið hefur fengið 17,3 þúsund áhorf og fjallar um nauðsyn þess að styrkja löggæslu í landinu.

 

 

@samfylkingin Samfylkingin vill styrkja þær stofnanir sem halda uppi lögum og reglu í landinu 🌹 #íslenskt #íslenskpólitík #pólitík #althingi #fyp #fyrirþig ♬ original sound – samfylkingin

Framsókn

Framsókn mætti fyrst um helgina á TikTok og birtist fyrsta myndbandið á laugardaginn. Myndbandið sýndi frá opnun nýrrar skrifstofu flokksins í Bæjarlind. Flokkurinn er með 31 fylgjanda og 38 „læk“. Vinsælasta myndbandið birtist í gær en þar má heyra formann flokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, ræða um stöðuna innan ríkisstjórnarinnar við kvöldfréttir RÚV. Það myndband hefur fengið 1.019 áhorf.

@framsoknSigurður Ingi, formaður Framsóknar, var í viðtali í kvöldfréttum á RÚV í gær að ræða þá stöðu sem upp er komin. Formaðurinn hefur talað 🙌♬ original sound – Framsókn

Viðreisn

Viðreisn hefur verið nokkuð virk á TikTok undanfarið ár. Fylgjendur eru 468 og „læk“ eru 2.874. Myndbönd flokksins eru í léttari kantinum og greinilega ætlað að höfða til unga fólksins. Vinsælasta myndbandið birtist í gær og hefur þegar fengið 16,2 þúsund áhorf. Þar útskýrir Viðreisn hvað það þýðir að rjúfa þing.

@vidreisn Hvað þýðir þingrof?🤔 #fyrirþig #alþingi #x24 ♬ original sound – Viðreisn

Þau sýndu líka stemninguna á Alþingi í gær:

@vidreisn Stemningscheck á Alþingi🙈 #fyrirþig #alþingi #x24 ♬ original sound – Viðreisn

Vinstri Græn

Vinstri Græn virðast ekki sérstaklega virk á TikTok, en blaðamaður fann þó TikTok-síðu sem virðist tilheyra flokknum. Fylgjendur eru þar 94 og „læk“ eru 377. Þar birtist síðast myndband í sumar, en ekki er hægt að flækja það (e. embed) þar sem um mynd og hljóðbrot er að ræða. Myndin er hér að neðan en hljóðbrotið er úr lagi Bubba, Stúlkan sem starir á hafið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðbrögð við stjórnarslitum – „Bjarni Ben í þjónustuhlutverki. Er hann að reyna fyrir sér í uppistandi?“

Viðbrögð við stjórnarslitum – „Bjarni Ben í þjónustuhlutverki. Er hann að reyna fyrir sér í uppistandi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Að hætta tilgangslausu streði

Björn Jón skrifar – Að hætta tilgangslausu streði
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta hefur þjóðin að segja um skyndifundinn í Valhöll – „Já Ok takk fyrir að EYÐA TÍMA ALLRA ÍSLENDINGA“

Þetta hefur þjóðin að segja um skyndifundinn í Valhöll – „Já Ok takk fyrir að EYÐA TÍMA ALLRA ÍSLENDINGA“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Listamaður segir Brynjar sjálfan vera með klemmdar rasskinnar – „Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka“

Listamaður segir Brynjar sjálfan vera með klemmdar rasskinnar – „Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Er ríkisstjórnin að springa strax í dag? – Sjálfstæðismenn boðaðir á óvæntan þingflokksfund

Er ríkisstjórnin að springa strax í dag? – Sjálfstæðismenn boðaðir á óvæntan þingflokksfund