fbpx
Þriðjudagur 15.október 2024
Fréttir

Kennarar í Hagaskóla skrifa Einari opið bréf – „Eins og þér ætti að vera kunnugt þá vinna kennarar undir talsverðu álagi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. október 2024 15:30

Hagaskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orð Einars Þorsteinssonar borgarstjóra um kennara, sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í síðustu viku, hafa vakið hörð viðbrögð. „Mér finnst ein­hvern veg­inn öll „statistic“ bara um skól­ana okk­ar benda til þess að við séum að gera eitt­hvað al­gjör­lega vit­laust. Að kenn­ar­arn­ir séu að biðja um það að fá að vera minna með börn­um en eru samt veik­ari en nokkru sinni fyrr og kenna minna og fleiri ein­hverj­ir und­ir­bún­ings­tím­ar,“ sagði Ein­ar á ráðstefn­unni. (Sjá mbl.is.)

Kennarafélag Reykjavíkur birti harðorða ályktun um ummæli borgarstjóra en við heldur mildari tón kveður í opnu bréfi þriggja kennara við Hagaskóla sem birtist á Vísir.is í dag.

„Eins og þér ætti að vera kunnugt þá vinna kennarar undir talsverðu álagi – það er eðli starfsins,“ segja kennararnir en fyrir þeim vakir að útskýra fyrir borgarstjóranum út á hvaða kennarastarfið gengur:

„Við störfum í „skóla fyrir alla“. Vellíðan nemenda er í fyrsta sæti hjá kennurum – ef nám á að fara fram þá verður nemendum að líða vel. Að þessu vinnum við markvisst á hverjum degi. Við vinnum gegn hatursfullri orðræðu, einelti og ofbeldi. Við reynum að leiðbeina börnunum, hvað varðar snjalltækjanotkun og um góð samskipti. Við sættum okkur ekki við að nokkrum einasta nemanda líði illa.

Aðgengi foreldra að kennurum hefur stóraukist og eðlilega eru kröfur þeirra í okkar garð miklar. Við eigum í daglegum samskiptum við marga foreldra. Veitum hverjum og einum nemanda persónulega þjónustu. Við reynum að taka tillit til allra og skiljum engan eftir. Okkur er umhugað um börnin og leggjum rækt við velferð þeirra. Okkur þykir vænt um starfið okkar og vonum að það endurspeglist í líðan nemendanna.

Kennarar eiga að baki 5 ára háskólanám, þar sem þeir sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Við útbúum námsefni í mörgum útfærslum sem eiga að henta hverjum nemanda. Hver kennari sinnir um 200 nemendum. Í Hagaskóla eru oft bekkir með hátt í 30 nemendum og þar eru margir með sérstakar þarfir og aðrir með annað móðurmál en íslensku. Vissir þú að 15% nemenda á Íslandi eiga báða foreldra með annað tungumál en íslensku?“

Kannast ekki við aukinn undirbúningstíma

Einar hefur látið þau ummæli falla að undirbúningstími kennara hafi aukist. Hagaskólakennararnir taka ekki undir þetta: „Undirbúningstími er fyrst og fremst ætlaður fyrir kennslu, yfirferð verkefna og upplýsingaöflun. Þessi afmarkaði tími fer oft í fundarhöld vegna nemendamála sem og innleiðingu ýmissa breytinga. Það gefur því auga leið að kennarar eyða ófáum kvöldum og helgum í yfirferð og undirbúning sem hefði átt að eiga sér stað á skilgreindum vinnutíma.“

Kennararnir segja að einfaldast væri að Einar kæmi að kenna. Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skatturinn kyrrsetti eignir manns sem fékk tæplega 220 milljónir inn á reikninginn sinn

Skatturinn kyrrsetti eignir manns sem fékk tæplega 220 milljónir inn á reikninginn sinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Áhrifavaldur klifraði brú til að taka upp myndband en hrapaði til dauða – Vinur hans horfði á stjarfur

Áhrifavaldur klifraði brú til að taka upp myndband en hrapaði til dauða – Vinur hans horfði á stjarfur
Fréttir
Í gær

Hryllileg aftaka skekur gríska paradísareyju

Hryllileg aftaka skekur gríska paradísareyju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svandís: „Þetta kom mér á óvart“

Svandís: „Þetta kom mér á óvart“