Sir Jim Ratcliffe sem stýrir Manchester United og rekstri félagsins í dag hefur ákveðið að taka jólapartý félagsins af dagskrá.
Hefð hefur verið fyrir því að starfsfólk geri sér glaðan dag fyrir jólin. Af því veðrur ekki.
Ratcliffe er að skera allan kostnað niður hjá félaginu og er þetta einn liður í því að skera kostnað niður.
Búið er að segja upp um 25 prósent af starfsfólki félagsins til að spara fjármuni.
Þá ákvað Ratcliffe að rifta samningi við Sir Alex Ferguson sem fékk 340 milljónir króna á ári sem sendiherra. Ratcliffe taldi það ekki réttlætanlegt að borga Ferguson þá summu.