fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Tómas Ragnarz skrifar: Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“ hugmyndafræðinni

Eyjan
Þriðjudaginn 15. október 2024 11:56

Tómas Ragnarz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjustu rannsóknum International Workplace Group telur yfirgnæfandi meirihluti forstjóra stórfyrirtækja í fremstu röð á heimsvísu að vinnustaðamenning framtíðarinnar muni byggja á blandaðri skrifstofuvinnu sem kennd er við „hybrid working“.

Kjarninn í „hybrid“ hugmyndafræðinni er að fyrirtæki leggi sig fram um að gefa starfsfólki sínu kost á að skipta vinnutíma sínum milli höfuðstöðva fyrirtækjanna, heimavinnu og sveigjanlegra vinnurýma í nærumhverfi eða þar sem þau eru stödd hverju sinni.

Mikill meirihluti forstjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja á Fortune 500 listanum hafa þegar séð sér hag í þessu vinnulagi með augljósum ávinningi fyrir bæði fyrirtækin og starfsfólk þeirra.

Könnun IWG meðal yfir 500 forstjóra risafyrirtækja leiddi í ljós að 91% þeirra hafa þegar tekið upp „hybrid“ starfsumhverfi þar sem aðeins lítill minnihluti (7%) starfsfólks er að störfum á aðalskrifstofu fimm daga vikunnar.

Afgerandi meirihluti sagði að framleiðni (75%) og varðveisla starfsfólks (76%) hefðu batnað eftir að skipt var yfir í „hybrid“ menningu. Tveir þriðju hlutar sögðust missa lykilstarfsfólk ef þeir héldu því til streitu að starfsfólkið skilaði fullu starfi bundið við aðalskrifstofuna, eða eina ákveðna staðsetningu. Þeim ber einnig saman um að helsta aðdráttaraflið við möguleikann á að vinna frá öðrum stöðum sé tímasparnaðurinn sem felst í því að fækka löngum daglegum ferðum til og frá vinnu.

Þegar Mark Dixon, stofnandi og forstjóri Regus, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar sagði hann meðal annars að innleiðing „hybrid“ vinnulagsins myndi halda áfram að aukast „þegar fyrirtæki af öllum stærðum átta sig á mikilvægi þess við að skapa ákjósanlegt umhverfi sem efli bæði framleiðni fyrirtækisins og hamingju starfsfólksins.“

Þá benti Dixon einnig á að þessi nýjasta rannsókn „sýni með sannfærandi hætti að stjórnendur kunna að meta mikilvægt hlutverk „hybrid“ vinnustaðamenningarinnar. Hún laðar ekki aðeins að hæfara starfsfólk heldur viðheldur hún hæfileikum starfsfólks fyrirtækisins í hæsta gæðaflokki og eykur starfsánægju þess til lengri tíma“.

Höfundur er forstjóri Regus á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?