fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Gisting á hóteli í Las Vegas breyttist í martröð 

Pressan
Þriðjudaginn 15. október 2024 17:30

Veggjalýs eru óvelkomnar á flestum stöðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krystal Nailer, kona búsett í Mississippi í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að höfða mál gegn STRAT-hótelinu og spilavítinu í Las Vegas eftir að hún var bitin illa af veggjalús á hótelinu.

Krystal dvaldi á hótelinu um skamma stund árið 2022 og segist hún í stefnu sinni enn vera með ör á líkamanum eftir bitin. Hún hafi leitað sér læknismeðferðar á síðustu misserum og kostnaður hennar vegna málsins sé kominn í um tvær milljónir króna.

Krystal segir að tveimur dögum eftir að hún tékkaði sig inn á hótelið hafi hún vaknað um miðja nótt og verið með mikinn kláða. Hún hafi fljótlega rekið augun í veggjalús í rúminu og þegar henni var litið í spegil sá hún að húðin var upphleypt á bakinu og rassinum.

Í samtali við USA Today segir Krystal að hún hafi verið með verki og kláða svo vikum skiptir. Þetta hafi ekki bara haft líkamleg áhrif því málið hafi einnig lagst þungt á sálartetrið. Hún hafi þurft að farga öllum farangri, þar á meðal fötum.

Krystal hefur farið fram á 30 þúsund dali í bætur, rúmar fjórar milljónir króna. Heldur hún því fram að hótelið hafi vitað að veggjalýs væru í herberginu enda hefðu aðrir gestir sem á undan henni komu kvartað undan því sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?