Times segir frá því að enska knattspyrnusambandið sé búið að setja sig í samband við Pep Guardiola um að taka við þjálfun liðsins.
Búist er við að Guardiola taki ákvörðun á næstu vikum hvað gera skal.
Telegraph segir að Manchester City sé búið að bjóða Guardiola árs samning í viðbót, núverandi samningur rennur út næsta sumar.
Guardiola hefur oft minnst á það að hann hefði áhuga á að þjálfa landslið og ljóst er að hann mun aldrei þjálfa Spán.
Lee Carsley stýrir nú enska landsliðinu tímabundið en hann hefur fengið þau skilaboð að hann fái ekki starfið til framtíðar.
Fari svo að Guardiola vilji starfið er hins vegar ljóst að hann tekur ekki við fyrr en um mitt næsta sumar þegar tímabilinu með City lýkur.