Manchester United hefur rift samningi sínum við Sir Alex Ferguson sem gerði hann að sendiherra félagsins.
Ferguson fékk borgaðar rúmar 2 milljónir punda á ári eða 340 milljónir króna. Það var ákvörðun Sir Jim Ratcliffe að skera niður þennan kostnað.
Ferguson hefur í ellefu ár sinnt þessu hlutverki eða allt frá því að hann hætti þjálfun liðsins, Ratcliffe taldi þetta ekki eðlilegan kostnað.
Ferguson mun áfram eiga sæti í stjórn félagsins samkvæmt frétt Athletic og ávallt velkomin á leiki félagsins.
Ratcliffe hefur lagt mikla áherslu á það að taka til í rekstri United og er þetta eitt skref en Ferguson er 82 ára gamall.