fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hvað gerir þú við kynlífstækið þegar gamanið er búið?

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. október 2024 10:00

Gerður Arinbjarnardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er engin ástæða til að skammast sín fyrir ruslið sitt, nú viljum við auðvelda þér að flokka þessi tæki rétt.“

Kynlífstækjaverslunin Blush bendir eigendum slíkra tækja á hvernig þeir geti fullnægt hringrásinni og flokkað rétt en alþjóðlegi rafrusldagurinn var í gær, 14. Október! Það er þó rétt að flokka rétt alla daga ársins.

„Leynast ónýt tæki á þínu heimili? Hvað gerir þú við græjuna þegar gamanið er búið?

Sorpa hefur í samstarfi við Blush sett af stað nýtt átak í flokkun unaðstækja sem hafa lokið hlutverki sínu.

Ónýt raftæki eiga ekki heima í almenna ruslinu!

Árið 2023 voru raftæki og spilliefni um 2,6% af heildarmagni blandaðs og óflokkanlegs rusls, eða 1,9 kg á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt er að raftæki, og þar með talin unaðstæki, séu flokkuð rétt, því þessi ónýtu tæki innihalda verðmæt efni sem gætu öðlast nýtt líf.“

Svona flokkar þú unaðstækin:

  1. Þrífðu tækið.
  2. Fjarlægðu rafhlöður ef þær eru til staðar og flokkaðu þær sér.
  3. Tækjunum og hleðslusnúrum má skila í glærum plastpoka.
  4. Skilaðu tækinu í sérmerktar tunnur fyrir unaðstæki á enduvinnslustöðvum Sorpu eða í verslun Blush.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram