„Það er engin ástæða til að skammast sín fyrir ruslið sitt, nú viljum við auðvelda þér að flokka þessi tæki rétt.“
Kynlífstækjaverslunin Blush bendir eigendum slíkra tækja á hvernig þeir geti fullnægt hringrásinni og flokkað rétt en alþjóðlegi rafrusldagurinn var í gær, 14. Október! Það er þó rétt að flokka rétt alla daga ársins.
„Leynast ónýt tæki á þínu heimili? Hvað gerir þú við græjuna þegar gamanið er búið?
Sorpa hefur í samstarfi við Blush sett af stað nýtt átak í flokkun unaðstækja sem hafa lokið hlutverki sínu.
Ónýt raftæki eiga ekki heima í almenna ruslinu!
Árið 2023 voru raftæki og spilliefni um 2,6% af heildarmagni blandaðs og óflokkanlegs rusls, eða 1,9 kg á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt er að raftæki, og þar með talin unaðstæki, séu flokkuð rétt, því þessi ónýtu tæki innihalda verðmæt efni sem gætu öðlast nýtt líf.“