„Svekktur að tapa þessum leik þegar þú ert 1-0 yfir,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands í samtali við 433.is eftir 2-4 tap gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld.
Ísland fékk dæmt á sig tvær vítaspyrnur í leiknum þar sem VAR tæknin var notuð, Tyrkir skoruðu aðeins úr annari spyrnu sinni þar. Í fyrri spyrnunni fór Hakan Çalhanoğlu á punktinn eftir að boltinn fór í hendina á Sverri Inga. Hakan rann hins vegar á punktinum og sparkaði boltanum í vinstri fót sinn og þaðan í markið.
Dómari leiksins hafði því engan annan kost en að dæma markið af. Völlurinn í Laugardalnum er háll og það hafði líklega áhrif.
Íslendingar vildu fá vítaspyrnu eftir þetta en ekki var farið í skjáinn þegar augljóst var að boltinn fór í hönd Tyrkjans á línunni. Urðu margir Íslendingar reiðir út í pólska dómara leiksins.
„Við eigum klárlega að fá víti í 2-1 og hann að fá rautt, ég er búin að skoða þetta aftur. Ég sagði við dómarann að það væri ótrúlegt að hann færi ekki í skjáinn, hann fer tvisvar í skjáinn fyrir þá.“
„Mér fannst við geta verið rólegri á þeirra þriðjungi og halda boltanum þar, mér fannst vanta ró. Koma til baka og skipta um kanta.“