fbpx
Sunnudagur 20.október 2024
Pressan

Miklir þurrkar í Afríku – Vatnsaflsvirkjanir óstarfhæfar vegna vatnsskorts

Pressan
Sunnudaginn 20. október 2024 13:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Sambíu hafa ekki verið svo alvarlegir þurrkar, eins og nú er, í 100 ár. Þeir hafa valdið hungursneyð og rafmagnsleysi. 43% landsmanna eru tengdir við rafkerfið en í gegnum Sambíu renna margar stórar ár, þar á meðal Zambezi, þar sem vatnsaflsvirkjanir hafa verið reistar.

En þessir miklu þurrkar gera að verkum að lítið rennsli er í ám og það kemur sér auðvitað illa fyrir vatnsaflsvirkjanirnar sem framleiða um 85% af því rafmagni sem framleitt er í landinu.

Stærsta vatnsaflsvirkjunin er við Kariba-stífluna á landamærum Sambíu og Simbabve. Stíflan sjálf er 128 metrar á hæð og bak við hana eru 180 rúmkílómetrar af vatni þegar best lætur. En nú er vatnsmagnið aðeins 7% af því og minnkar enn. Hugsanlega þarf að stöðva raforkuframleiðsluna í virkjuninni þar til vatnsmagnið eykst.

Það gerði ástandið enn verra að kolaknúin raforkuver voru rekin á litlum afköstum að undanförnu vegna viðhaldsvinnu. Þetta hafði í för með sér að landsmenn voru án rafmagns dögum saman.

BBC segir að þetta hafi þýtt að veitingahús, sem eru með eigin rafstöðvar, hafi verið þéttsetin en ekki af því að fólk vildi fá sér að borða, það vildi hlaða farsímana sína.

En nú er búið að koma kolaknúnu raforkuverunum aftur í gang og nú fá þeir sem eru tengdir rafkerfinu rafmagn í þrjár klukkustundir á dag.

Ástæðan fyrir þessu miklu þurrkum er veðurfyrirbærið El Nino sem myndast vegna óeðlilegrar hlýnunar í Kyrrahafi. Hærri sjávarhiti þar hefur áhrif á gufuhvolfið og það getur haft áhrif á veður og loftslag víða á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti fimm manns árið 2016 – Tekinn af lífi í gærkvöldi

Myrti fimm manns árið 2016 – Tekinn af lífi í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Létu 13 ára dreng fá skammbyssu og neyddu hann til að skjóta á hús

Svíþjóð – Létu 13 ára dreng fá skammbyssu og neyddu hann til að skjóta á hús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ása Guðbjörg með óvænta yfirlýsingu eftir að maður hennar mætti fyrir dóm

Ása Guðbjörg með óvænta yfirlýsingu eftir að maður hennar mætti fyrir dóm
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana í eigin brúðkaupi af brjáluðum ökumanni

Skotinn til bana í eigin brúðkaupi af brjáluðum ökumanni