fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Tannburstar og sturtuhausar eru þaktir af veirum sem vísindamenn vita ekkert um

Pressan
Sunnudaginn 20. október 2024 11:30

Áður óþekktar veirur fundust á tannburstum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn fundu rúmlega 600 veirur í sýnum sem voru tekin af tannburstum og sturtuhausum á bandarískum heimilum. Margar af þessum veirum höfðu líklega aldrei áður fundist.

Live Science skýrir frá þessu og segir að sýni hafi verið tekin af 96 sturtuhausum og 34 tannburstum. Á þeim fundust 614 veirutegundir, þar af margar sem hafa líklega aldrei áður fundist.

Nú hugsa sumir eflaust með hryllingi til þess að þurfa að tannbursta sig með tannbursta sem er þakinn veirum. En vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segja að það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur eða fyllast ónotakennd því þetta séu veirur sem sýkja bakteríufrumur frekar en mannsfrumur.

Það sem meira er, þessar nýfundnu veirur geta hugsanlega verið gagnlegar þegar kemur að þróun meðferða gegn sýklalyfjaónæmum ofurbakteríum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Frontiers in Microbiomes.

Í tilkynningu frá vísindamönnunum er haft eftir Erica Hartmann, aðalhöfundi rannsóknarinnar og prófessor í örverufræði, að ótrúlega margar veirur hafi fundist í rannsókninni, þar af margar sem mjög lítið sé vitað um og aðrar sem höfðu aldrei áður sést.

Vísindamenn hafa áætlað að líklega sé 1 trilljón örverutegunda á jörðinni og að 99,9% þeirra hafi ekki enn fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn