fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Mikil aukning í samsæriskenningum – Bandarískum veðurfræðingum hótað lífláti vegna fellibylja

Pressan
Þriðjudaginn 15. október 2024 08:00

Fellibylurinn Helene olli miklu tjón.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fellibyljirnir Helene og Milton fóru illa með marga Bandaríkjamenn og kostuðu fjölda fólks lífið. Þeir eru einnig uppspretta fjölda samsæriskenninga og lyga sem Donald Trump og fleiri Repúblikanar kynda undir.

Veðurfræðingar, sem fylgdust náið með Milton, hafa orðið fyrir barðinu á samsæriskenningum um að þeir stjórni veðrinu, þeim hefur verið úthúðað og jafnvel hótað lífláti.

Samsæriskenningar og ógnanir fóru á kreik þegar Helene fór í gegnum sex ríki og varð nokkur hundruð manns að bana. Í kjölfarið fylgdi síðan Milton sem fór yfir Flórída í síðustu viku.

The Guardian hefur eftir yfirmanni neyðaraðstoðarstofnunar Bandaríkjanna að Trump og stuðningsfólk hans hafi dælt út röngum upplýsingum um fellibyljina í svo miklu magni að það hafi í raun heft og jafnvel stöðvað hjálparstarfið.

Katie Nickolaou, veðurfræðingur í Michigan, sagði að hún og samstarfsfólk hennar hafi orðið mikið fyrir barðinu á samsæriskenningunum og hafi borist skilaboð þar sem því er haldið fram að til séu fellibyljir í sjötta styrkleikaflokki (það er ekki rétt), að veðurfræðingar eða ríkisstjórnin búi fellibyljina til og stjórni þeim (það er auðvitað ekki rétt) og að réttast sé að drepa vísindamenn og eyðileggja veðurratsjár.

„Ég hef aldrei upplifað að óveður skapi svo mikið af röngum upplýsingum, við höfum staðið í ströngu við að slökkva elda rangra upplýsinga út um allt,“ sagði hún.

„Fullt af fólki hefur sagt að ég búi fellibylji til og stjórni þeim, það er fólk sem telur að við stjórnum veðrinu. Ég hef þurft að benda á að fellibylur er jafn öflugur og 10.000 kjarnorkusprengjur og að við getum ekki einu sinni gert okkur vonir um að stjórna slíku. En þetta hefur færst meira yfir í ofbeldisfulla orðræðu, sérstaklega þegar fólk segir að réttast sé að drepa þá sem bjuggu Milton til,“ sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?