fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Pressan

Mikil aukning í samsæriskenningum – Bandarískum veðurfræðingum hótað lífláti vegna fellibylja

Pressan
Þriðjudaginn 15. október 2024 08:00

Fellibylurinn Helene olli miklu tjón.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fellibyljirnir Helene og Milton fóru illa með marga Bandaríkjamenn og kostuðu fjölda fólks lífið. Þeir eru einnig uppspretta fjölda samsæriskenninga og lyga sem Donald Trump og fleiri Repúblikanar kynda undir.

Veðurfræðingar, sem fylgdust náið með Milton, hafa orðið fyrir barðinu á samsæriskenningum um að þeir stjórni veðrinu, þeim hefur verið úthúðað og jafnvel hótað lífláti.

Samsæriskenningar og ógnanir fóru á kreik þegar Helene fór í gegnum sex ríki og varð nokkur hundruð manns að bana. Í kjölfarið fylgdi síðan Milton sem fór yfir Flórída í síðustu viku.

The Guardian hefur eftir yfirmanni neyðaraðstoðarstofnunar Bandaríkjanna að Trump og stuðningsfólk hans hafi dælt út röngum upplýsingum um fellibyljina í svo miklu magni að það hafi í raun heft og jafnvel stöðvað hjálparstarfið.

Katie Nickolaou, veðurfræðingur í Michigan, sagði að hún og samstarfsfólk hennar hafi orðið mikið fyrir barðinu á samsæriskenningunum og hafi borist skilaboð þar sem því er haldið fram að til séu fellibyljir í sjötta styrkleikaflokki (það er ekki rétt), að veðurfræðingar eða ríkisstjórnin búi fellibyljina til og stjórni þeim (það er auðvitað ekki rétt) og að réttast sé að drepa vísindamenn og eyðileggja veðurratsjár.

„Ég hef aldrei upplifað að óveður skapi svo mikið af röngum upplýsingum, við höfum staðið í ströngu við að slökkva elda rangra upplýsinga út um allt,“ sagði hún.

„Fullt af fólki hefur sagt að ég búi fellibylji til og stjórni þeim, það er fólk sem telur að við stjórnum veðrinu. Ég hef þurft að benda á að fellibylur er jafn öflugur og 10.000 kjarnorkusprengjur og að við getum ekki einu sinni gert okkur vonir um að stjórna slíku. En þetta hefur færst meira yfir í ofbeldisfulla orðræðu, sérstaklega þegar fólk segir að réttast sé að drepa þá sem bjuggu Milton til,“ sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kántrístjarna gerði hlé á tónleikum meðan eiginkonan fæddi son – „Klikkaðasta kvöld lífs míns“

Kántrístjarna gerði hlé á tónleikum meðan eiginkonan fæddi son – „Klikkaðasta kvöld lífs míns“
Pressan
Í gær

Óttast að fá Kínverja sem nágranna við mikilvæga bandaríska herstöð

Óttast að fá Kínverja sem nágranna við mikilvæga bandaríska herstöð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað eru margar vetrarbrautir í alheiminum?

Hvað eru margar vetrarbrautir í alheiminum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja landa þorp í hjarta Evrópu

Tveggja landa þorp í hjarta Evrópu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu lengi getur maður lifað við að borða sjálfan sig?

Hversu lengi getur maður lifað við að borða sjálfan sig?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun – Vita nú hvenær feldur ísbjarna varð hvítur

Óvænt uppgötvun – Vita nú hvenær feldur ísbjarna varð hvítur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fullorðinn maður fékk mikið hrós fyrir „snilldarlega hefnd“ gegn níu ára dreng

Fullorðinn maður fékk mikið hrós fyrir „snilldarlega hefnd“ gegn níu ára dreng
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur reif handlegginn af eiganda sínum – Lögreglustjórinn aldrei séð annað eins

Hundur reif handlegginn af eiganda sínum – Lögreglustjórinn aldrei séð annað eins