Ísland er komið í 1-0 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli en um er að ræða leik í Þjóðadeildinni.
Íslenska liðið komst yfir snemma leiks en Orri Steinn Óskarsson var þar að verki.
Orri fékk boltann við miðjan völlinn og óð af stað, hann stakk varnarmann Tyrklands af og kláraði færið vel.
Orri var ískaldur eins og sjá má hér að neðan.
GOL | Türkiye 0-1 İzlanda
⚽️ 3' Oskarsson
İzlanda – Türkiye #ISLTUR pic.twitter.com/OxhF2GVgMt
— Sky Sports (@SkySportsFB) October 14, 2024