Svekkjandi 2-4 tap varð niðurstaðan í leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í kvöld. Íslenska liðinu tókst ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik.
Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.
Hákon Rafn Valdimarsson – 4
Framan af mjög öruggur og þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum. Svo má setja spurningamerki við hann í fyrsta marki tyrkja og hann gerir risastór mistök sem skapa þriðja mark þeirra.
Valgeir Lunddal Friðriksson – 5
Fín frammistaða varnarlega, kom sér nokkrum sinnum í góðar stöður, eins og þegar hann lagði upp mark Andra með frábærri stoðsendingu.
Sverrir Ingi Ingason – 5
Fínn leikur hjá Sverri.
Daníel Leó Grétarsson – 5
Ágætis frammistaða og virðist búinn að negla stöðu sína.
Logi Tómasson – 6
Fylgdi eftir innkomunni síðast með heilsteyptri frammistöðu í dag.
Mikael Egill Ellertsson (78′) – 4
Slök frammistaða eftir góða innkomu í síðasta leik. Vantar miklu meira frá honum á síðasta þriðjungi.
Jóhann Berg Guðmundsson – 6
Fyrirliðinn skilaði sínu eins og alltaf.
Arnór Ingvi Traustason – 5
Hægt að setja spurningamerki við hann í fyrsta marki Tyrkja en heilt yfir fín frammistaða.
Mikael Neville Anderson (68′) – 6
Lagði upp mark Orra með frábærri sendingu og var líflegur.
Andri Lucas Guðjohnsen – 6
Duglegur og virkilega sterkur í að koma niður til að sækja boltann og búa eitthvað til. Skorar svo seinna mark Íslands.
Orri Steinn Óskarsson – 7 (Maður leiksins)
Er að verða að ótrúlegum leikmanni og markið hans virkilega vel tekið. Alltaf hætta í kringum hann, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Varamenn
Ísak Bergmann Jóhannesson (68′) – 5
Willum Þór Willumsson (78′) – 5