fbpx
Þriðjudagur 15.október 2024
Fréttir

Fékk dæmdar bætur fyrir lögreglurannsókn – Var grunaður um að ofsækja konu í gegnum Facebook og hringdu.is

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. október 2024 22:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur dæmdi manni miskabætur sem þurfti að þola húsleit, haldlagningu tækja, handtöku og gæsluvarðhald. Bæturnar sem manninum voru dæmdar voru þó aðeins lítið brot af kröfum hans.

Málsatvik eru þannig að árið 2016 kom kona á lögreglustöð í þeim tilgangi að leggja fram kæru á hendur manni vegna eineltis og brots gegn friðhelgi og einkalífi hennar. Hélt hún því fram að maðurinn hefði sent kæranda textaskilaboð í júlí sama ár í gegnum vefsíðuna hringdu.is með ýmsum svívirðingum. Enn fremur að hann hefði  sett inn óhróður um hana á Facebook-síðu sem ranglega var skráð á nafn vinnuveitanda hennar og jafnframt að hafa sett síðuna upp sjálfur í þeim tilgangi. Máli sínu til stuðnings lagði kærandi fram útprentuð tölvupóstsamskipti og skjáskot af smáskilaboðum og ummælum sem höfðu birst á vefsíðum sem hún sagði að kæmu frá manninum.

Maðurinn var árið eftir (2017) kallaður í yfirheyrslu og fékk réttarstöðu sakbornings. Hann neitaði sök í málinu en samþykkti húsleit. Við húsleitina var lagt hald á nokkur raftæki, tölvur og farsíma. Maðurinn neitaði að gefa upp aðgangsorð að tækjunum og tókst lögreglu ekki að rannsaka innihald þeirra.

Konan lagði síðan fram nýja kæru gegn manninum í mars árið 2018 fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs og fyrir ærumeiðingar þar sem hún hélt því fram að hann væri aftur farinn að áreita hana á samfélagsmiðum og í gegnum einkasamskipti við fólk sem tengdist henni. Hún mætti svo aftur á lögreglustöð þann 17. október 2018 og hélt því fram að maðurinn hefði birt ærumeiðandi ummæli um hana, ljósmyndir, myndskeið og aðrar upplýsingar, í þeim tilgangi að sverta mannorð hennar.

Maðurinn var handtekinn 6. maí 2019 og færður í gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Þann 7. maí var hann yfirheyrður á Hólmsheiði vegna meintra brota gegn konunni auk fleiri mála á hendur honum sem rannsökuð voru samhliða því máli sem hér um ræðir. Í skýrslunni neitaði hann sök, vildi ekki tjá sig um sakarefnið eða kvaðst ekki muna eftir því sem um var spurt.

Ekki tókst að staðfesta uppruna þeirra skilaboða sem grunur lék á að kæmu frá manninum og var rannsókn málsins felld niður í sumarlok 2022.

Krafðist hárra bóta vegna fjártjóns og miska

Maðurinn, sem er sjálfstætt starfandi forritari, sagðist hafa orðið fyrir miklu fjártjóni vegna málsins þar sem rannsóknin dróst mjög á langinn og hann hafði ekki árum saman aðgang að mikilvægum gögnum sem voru í haldlögðu tækjunum. Auk þess hefði hann orðið fyrir miska vegna aðgerða lögreglu. Krafðist hann 6,5 milljóna króna í bætur, þar af fjórar milljónir vegna tjártjóns og 2,5 vegna miska.

Maðurinn sagði að lögregla hefði farið offari í málinu og óþarfi hefði að beita jafn umfangsmiklum og íþyngjandi rannsóknaraðferðum í málinu og gert var.

Héraðsdómur féllst á að maðurinn ætti rétt á bótum en miklu lægri en þær sem hann fór fram á. Dómari féllst á með honum að óheyrilegur dráttur hefði orðið á rannsókninni en taldi hann eiga þar sök þar sem hann hefið neitað að afhenda lögreglu aðgangsorð að tölvutækjum sínum.

Var niðurstaðan sú að honum voru dæmdar 250 þúsund krónur í bætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skatturinn kyrrsetti eignir manns sem fékk tæplega 220 milljónir inn á reikninginn sinn

Skatturinn kyrrsetti eignir manns sem fékk tæplega 220 milljónir inn á reikninginn sinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Áhrifavaldur klifraði brú til að taka upp myndband en hrapaði til dauða – Vinur hans horfði á stjarfur

Áhrifavaldur klifraði brú til að taka upp myndband en hrapaði til dauða – Vinur hans horfði á stjarfur
Fréttir
Í gær

Hryllileg aftaka skekur gríska paradísareyju

Hryllileg aftaka skekur gríska paradísareyju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svandís: „Þetta kom mér á óvart“

Svandís: „Þetta kom mér á óvart“