fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„En Mummi, við sögðum mömmu aldrei frá þessu“

Fókus
Mánudaginn 14. október 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk á að vera það fólk sem það vill“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson og bætir við að hann telji stjórnlyndi hvað einstaklinga varðar hættulegt. Sigmundur Ernir hefur verið áberandi í framlínu íslenskra fjölmiðla um áratugaskeið, bæði sem blaðamaður, þáttastjórnandi, fréttamaður og fréttastjóri svo fátt eitt sé nefnt. Hann hefur líka verið afkastamikill rithöfundur frá unglingsárum og gefið út hátt í 30 bækur af ýmsum toga. Hann er jafnaðarmaður og sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna í eitt kjörtímabil. Í þetta sinnið situr hann þó sjálfur fyrir svörum í Kalda Pottinum hjá Mumma og segir honum allt um fjallaástina, þörfina til að miðla fréttum og munda penna.

Sigmundur er mikill náttúrumaður og elskar fátt meira en að ganga á fjöll. Þetta er ást sem hann rekur til föður síns og æskunnar á Akureyri.

„Ég var svolítið fullur af sjálfum mér. Framfarinn, byrjaður að yrkja í barnaskóla og svona frekar frjór. Reyndi allt í öllum íþróttum. Ég meira að segja, væskillinn ég,  fór að æfa lyftingar, frjálsar, fótbolta, handbolta og skíði náttúrulega. Svo var maður náttúrulega alltaf á hjóli og hjólaði út um allar trissur.“

Þegar barnið Sigmundur þurfti að komast eitthvert, þá gekk hann – enda ekki til siðs á þessum árum að foreldrar væru að skutla afkvæmum sínum.

„Svo fór ég að labba mikið með föður mínum,“ segir Sigmundur en faðir hans féll frá í fyrra, þá níræður að aldri.

„Hann er einhver mesta fyrirmynd mín í lífinu ásamt móður minni. Hann var algjör fjallageit. Níræður er hann jafn þungur og þegar hann var tvítugur, því hann var alltaf á ferðinni og ég lærði fjallaþrána af honum og við fórum óteljandi sinnum upp á Brún og upp á Strýtu, fyrir ofan Hlíðarfjall, og á Kerlingu sem er hæsta fjall Norðurlands, rúmlega 1500 metra hátt og fórum við á hana frá öllum hliðum. Einu sinni man ég að við fórum að betri til á, við getum sagt að það sé vesturhlið Kerlingar, sem er ekki ráðlagt að fara upp þar. Og við lentum eiginlega í sjálfheldu og það endaði með því, ég hef kannski verið um fermingu, að ég sé það á augnaráði pabba að hann er búinn að tapa fyrir fjallinu. Ég gleymi aldrei þessum svip föður míns vegna þess að hann var varkár maður. En hann þráði alltaf að fara upp þessa hlið fjallsins, til að vera búinn að fara á Kerlinguna frá öllum hliðum.“

Mummi hló þá og benti Sigmundi á tvíræðni þessa orða, enda hugsa ekki allir fyrst um fjallið Kerlingu þegar þeir heyra það orð. Þá hló Sigmundur: „Það er draumur margra fjallamanna að fara á allar Kerlingar landsins“

En áfram að sjálfheldunni.

„Ég sé það á andlitinu hans að hann er búinn að tapa fyrir fjallinu sem er ekki gott. En hann tók séns sem hann eftir á sagði mér að hann hefði ekki átt að taka. En það var eina leiðin, hann tók áhættuna og við komumst upp.“

Það bjargaði feðgunum að faðir Sigmundar, líkt og hann sjálfur, er skreflangur og hann gat því teygt sig, fært þungann yfir á skrokkinn svo hann vó salt á einni löpp og þannig náði hann að koma þeim upp á fjallið. Sigmundur hugsar að ef þetta hefði ekki gengið upp þá hefði farið illa fyrir þeim.

„Það var hörð fönn fyrir neðan og við hefðum bara runnið að stað og enginn veit hvar við hefðum endað. En þetta er svona eini alvarlegi lífsháskinn sem ég hef lent í. En Mummi, við sögðum mömmu aldrei frá þessu.“

Hlusta má á viðtalið við Sigmund og fyrri þætti Kalda pottsins á tyr.is eða á Spotify.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?