fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

„450 kílóa systirin“ náði stóru markmiði – Læknirinn sagði það ótrúlegt

Fókus
Þriðjudaginn 15. október 2024 08:00

Tammy Slaton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpstöðin TLC framleiðir fjölda áhugaverðra þátta um alls konar fólk. Toddlers and Tiaras fjallar um smábörn sem taka þátt í fegurðarsamkeppnum, Hoarding: Buried Alive fjallar um fólk sem hamstrar svo miklu drasli að það er ólíft heima hjá þeim og svo er það 1000-lb Sisters sem fjallar um tvær systur í mikilli ofþyngd.

Systurnar Amy og Tammy Slaton eru frá Suðurríkjum Bandaríkjunum. Þær voru samtals 1000 pund, eða 450 kíló, þegar fyrsti þátturinn fór í loftið þann 1. janúar 2020. Þær eru kallaðar „450 kílóa systurnar“ eða „1000-lb sisters“ í fjölmiðlum vestanhafs, en standa þó ekki enn undir nafni. Þær hafa báðar lést mikið.

Á meðan Amy gekk vel að léttast átti Tammy erfitt með að þyngjast ekki. Tammy varð þekkt fyrir skapgerð sína og hafa margir aðdáendur gagnrýnt hana í gegnum árin fyrir að vera reiða og afbrýðissama út í systur sína. Hún átti það einnig til að kenna öðrum um þyngdarauknngu sína.

Árið 2022 gekkst Tammy undir offituaðgerð og hefur síðan þá lést mikið.

Tammy Slaton
Mynd/TikTok

Í lok sumars fagnaði hún stórum tímamótum, hún hafði þá misst samtals 500 pund eða um 227 kíló.

@tammy.l.slaton♬ original sound – Tammy L Slaton

Tammy birti myndband af sér og sex öðrum konum sem hafa einnig verið í þyngdartapsvegferð og samtals hafa þær misst um 924 kíló. Þær kalla sig „weightloss warriors.“

„Virkilega vel gert og ég er svo hamingjusöm að geta kallað ykkur vinkonur mínar. Ég er svo stolt af ykkur öllum. Þið eruð ekki aðeins fallegar að innan heldur guðdómlegar að utan. Aldrei gleyma því,“ skrifaði hún með myndbandinu af þeim á TikTok.

@transformingteresamarie Weight-loss warriors! @Tammy L Slaton @Tonya💗 @Proffee Queen KT @Larissa @Healthy_food_me_please @Pop Prep & Recovery Systems ♬ original sound – Teresa Parent

Náði markmiðinu

Tammy deildi jákvæðum fréttum um þyngdartapsvegferðina í stiklu fyrir næsta þátt af 1000-Lb. Sisters. 

People birti myndbandið.

„Ég var 329 kíló þegar ég hafði náð botninum,“ sagði hún.

Mynd/YouTube

Í þættinum fór hún til Dr. Eric Smith. „Ég hitti hann síðast fyrir níu mánuðum og þá var ég um 190 kíló. Hann sagði að ég þurfti að missa 45 kíló fyrir næsta tíma með honum. Ég er mjög stressuð.“

Tammy steig á vigtina og var 139 kíló, læknirinn sagði það „ótrúlegt.“

„Ég náði markmiði Dr. Smith, mínu markmiði, öllum markmiðunum,“ sagði hún glöð í bragði. „Ég er tilbúin að láta fjarlægja auka húð!“

Það eru komnir nokkrir mánuðir síðan þættirnir voru teknir upp. Hún hefur síðan þá lést meira eins og hún greindi frá á TikTok í lok sumars.

Tammy Slaton
Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“