fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Eyjólfur hættir sem þjálfari hjá Breiðablik og fer á skrifstofuna

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki, hefur verið ráðinn sem deildarstjóri meistaraflokka Breiðabliks. Eyjólfur hefur verið hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla frá árinu 2022.

Fyrst sem þjálfari með sérstaka áherslu á unga leikmenn og síðar sem aðstoðarþjálfari. Eyjólfur mun hefja störf í nýju starfi að fullum krafti þegar Íslandsmótinu lýkur og hættir þá þjálfun.

,,Það er mikill fengur að fá Eyjólf í þetta starf. Hann þekkir vel til innan félagsins og kemur inn með mikla fagmennsku og reynslu sem þjálfari og leikmaður bæði hérlendis og erlendis. Ráðning Eyjólfs er liður í áframhaldandi þróun meistaraflokkana og mun hann leika lykilhlutverk í framtíðaráformum félagsins.“ Sagði Tanja Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Breiðabliks.

Eyjólfur tekur við af Karli Daníel Magnússyni, sem hefur látið af störfum hjá Breiðablik, og þökkum við honum fyrir sitt ómetanlega framlag til félagsins á sínum starfstíma.

,, Ég hlakka til að takast á við starf deildarstjóra meistaraflokka Breiðabliks. Auðvitað mun ég sakna þess að sinna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla, en á sama tíma er tilhlökkun að takast á við ný og spennandi verkefni“. Segir Eyjólfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“