fbpx
Þriðjudagur 19.nóvember 2024
Fréttir

Árni hálsbrotinn eftir ferð með syni sínum á róluvöllinn – „Ég fékk þessa svakalegu græju“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. október 2024 12:32

Árni Þormar í græjunni góðu. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur fjölskyldufaðir, Árni Þórmar Þorvaldsson, varð fyrir skelfilegu slysi á leikvelli í Hlíðunum fyrir viku síðan. Hálsbrotnaði Árni í kjölfar þess að festingar á hengirúmi gáfu sig. Árni greindi frá atvikinu í færslu á Facebook-síðu sinni:

„Ég fór með Birki og vin hans á róló eftir skóla og þeir voru að róla mér á hengirúmi. Staurarnir sem héldu því uppi voru gamlir, annar þeirra brotnaði, ég dett í jörðina og fékk staurinn í hausinn. Ég næ að staulast heim með Birki mjög verkjaður og þar hringir Bjarklind á sjúkrabíl.

Við förum beint uppá bráðamóttöku í sjúkrabílnum og í ljós kom í myndatökunni að efsti hálsliður væri tvíbrotinn.

Daginn eftir komst ég svo í aðgerð þar sem ég fékk þessa svakalegu græju skrúfaða fasta á mig. Hún mun vernda mig og hálsinn næstu 3 mánuði og eftir það tekur við endurhæfing í aðra 3 mánuði.“

Árni bar sig nokkuð vel er DV hafði samband við hann. „Ég er ágætur bara,“ segir hann. Hann lætur afar vel af vinnubrögðum starfsfólks á Landspítalanum í Fossvogi.

„Ég er í mjög góðum höndum, gott starfsfólk hérna í Fossvoginum. Það bjargaði mér.“

Árni gerir sér vonir um fullan bata í fyllingu tímans. „Ég myndi halda það. Þetta verður bara langur og strangur vegur en þetta mun á endanum koma.“

Spurningar vakna um öryggismál þegar búnaður á leikvelli gefur sig með svona skelfilegum afleiðingum. Aðspurðir segist Árni þó ekki vera farinn að huga að skaðabótamáli strax: „Maður tekur bara eitt skref í einu og það er bara vika síðan þetta gerðist.“

Hann segist ekki vita hvenær hann kemst heim af sjúkrahúsinu en núna ríður á að sýna þolinmæði og þrautseigju. „Þegar ég er orðinn fær um að sjá um mig sjálfur þá verður mér hleypt heim með hjálminn góða,“ segir Árni, nokkuð léttur í bragði, þrátt fyrir allt. DV sendir honum innilegar batakveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kennarar foxillir í kjölfar viðtals á Stöð 2 og saka Telmu um hagsmunaárekstur – „Í kvöld fengum við að sjá „reiðu ömmuna““

Kennarar foxillir í kjölfar viðtals á Stöð 2 og saka Telmu um hagsmunaárekstur – „Í kvöld fengum við að sjá „reiðu ömmuna““
Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut
Fréttir
Í gær

Dusty er Íslandsmeistari í Counter Strike

Dusty er Íslandsmeistari í Counter Strike
Fréttir
Í gær

Hneykslast á „brandara“ Sveppa um barnaníð – „Kannski er maður ekki búinn að hitta rétta barnið“

Hneykslast á „brandara“ Sveppa um barnaníð – „Kannski er maður ekki búinn að hitta rétta barnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa orðið fyrir byrlun á sama staðnum með viku millibili

Telja sig hafa orðið fyrir byrlun á sama staðnum með viku millibili
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hræsni Þórðar Snæs og ófullnægjandi afsökunarbeiðni sameinar ólíklegasta fólk – „Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði“

Hræsni Þórðar Snæs og ófullnægjandi afsökunarbeiðni sameinar ólíklegasta fólk – „Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ræktandi reiddist þegar tíkin Farta fitnaði mikið – Lögregla kölluð til á hundaræktarsýningu

Ræktandi reiddist þegar tíkin Farta fitnaði mikið – Lögregla kölluð til á hundaræktarsýningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikill munur á tveimur nýjum könnunum á fylgi flokkanna

Mikill munur á tveimur nýjum könnunum á fylgi flokkanna