fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

„Að boða til kosn­inga sýn­ir að við setj­um hags­muni þjóðar­inn­ar ofar skamm­tíma flokk­spóli­tísk­um hags­mun­um“

Eyjan
Mánudaginn 14. október 2024 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þær aðstæður er eina ábyrga leiðin að boða til kosn­inga,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á Facebook og vísar til þeirrar stöðu sem var komin upp í ríkisstjórnarsamstarfinu og varð til þess að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ákvað að óska eftir þingrofi. Áslaug segir ljóst að restin af kjörtímabilinu hefði annars einkennst af átökum fremur en árangri og því eina vitið að boða til kosninga.

„Rík­is­stjórn­ar­sam­starf, eins og allt far­sælt sam­starf, bygg­ir á gagn­kvæmu trausti og órofa sam­stöðu.

Á þeim sjö árum sem Sjálf­stæðis­flokk­ur, Fram­sókn og Vinstri græn störfuðu sam­an í rík­is­stjórn náðist marg­vís­leg­ur ár­ang­ur og Ísland stend­ur nú fram­ar mörg­um þjóðum þrátt fyr­ir for­dæma­laus­ar áskor­an­ir sem hafa dunið á sam­fé­lag­inu.“

Áslaug segir að ekkert annað land geti státað sig af kaupmáttaraukningu 11 ár í röð samhliða sögulega litlu atvinnuleysi. Sjálf horfir hún stolt um öxl.

„Ísland skar­ar fram úr öðrum þjóðum. Ekk­ert annað land get­ur státað sig af kaup­mátt­ar­aukn­ingu 11 ár í röð sam­hliða sögu­lega litlu at­vinnu­leysi. Lang­tíma­kjara­samn­ing­ar hafa skapað stöðug­leika á vinnu­markaði. Þetta er ár­ang­ur sem við get­um verið stolt af, en jafn­framt hvatn­ing til að gera enn bet­ur.

Ég horfi stolt um öxl. Ný­sköp­un­ar­um­hverfið á Íslandi er í fremstu röð. Fjórða stoð efna­hags­lífs­ins er orðin að veru­leika, með þúsund­um nýrra starfa og út­flutn­ings­tekj­um sem auka lífs­gæði lands­manna. Við höf­um ýtt und­ir ný­sköp­un í heil­brigðis­kerf­inu með áþreif­an­leg­um ár­angri – bætt þjón­ustu, létt á álagi og gert nýt­ingu fjár­muna skil­virk­ari. Gjör­breytt fjár­mögn­un há­skól­anna, inn­leitt hvata til ár­ang­urs og auk­inna gæða. Fyrsta heild­stæða aðgerðaáætl­un Íslands í gervi­greind verður til­bú­in á næstu vik­um sem mun opna gríðarleg tæki­færi. Án nægi­legr­ar orku er hætt við því að þau tæki­færi renni okk­ur úr greip­um. Mik­ill ár­ang­ur hef­ur náðst í netör­ygg­is­mál­um og ljós­leiðara­væðingu lands­ins. Það styður við störf án staðsetn­ing­ar og efl­ir byggðir um allt land.

Ekki síst er ég stolt af því að hafa inn­leitt ný­sköp­un í Stjórn­ar­ráðinu og gjör­bylt vinnu­brögðum og um leið lagt grunn­inn að skil­virk­ara og nú­tíma­legra rík­is­rekstri. Efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur allra þess­ara aðgerða er ótví­ræður og mæl­an­leg­ur.“

Sjálfstæðisflokkurinn sýni, með því að boða til kosninga, að flokkurinn seti hagsmuni þjóðarinnar ofar flokkspólitík. Þetta sé hugrökk ákvörðun og nauðsynleg. Ekki sé hægt að keyra ríkisstjórn áfram með endalausum átökum.

„Að boða til kosn­inga sýn­ir að við setj­um hags­muni þjóðar­inn­ar ofar skamm­tíma flokk­spóli­tísk­um hags­mun­um. Slík ákvörðun krefst hug­rekk­is og er nauðsyn­leg þegar stjórn­völd standa frammi fyr­ir flókn­um áskor­un­um og þurfa end­ur­nýjað umboð til verka sem skila ár­angri.

Á næstu vik­um gefst tæki­færi til að ræða þann ár­ang­ur sem náðst hef­ur og setja fram þau þjóðþrifa­mál sem verða að klár­ast. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bygg­ir á sterkri hug­mynda­fræði, skýrri framtíðar­sýn og öfl­ug­um mannauði. Tæki­fær­in eru fjöl­mörg, en til að nýta þau þarf að taka af­ger­andi ákv­arðanir í efna­hags­mál­um, út­lend­inga­mál­um, hús­næðismál­um, orku­mál­um, mennta­mál­um og á fleiri lyk­ilsviðum sam­fé­lags­ins.

Mik­il­væg­asta verk­efnið er og verður alltaf að ná áfram­hald­andi ár­angri fyr­ir Ísland og alla lands­menn. Við kom­umst ekk­ert áfram með enda­laus­um átök­um. Ég er stolt af þeim ár­angri sem náðst hef­ur og er staðráðin í að byggja á þeim grunni til að skapa enn bjart­ari framtíð fyr­ir Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu