fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Sönnu brugðið þegar hún opnaði X – Þetta hefur hún ekki verið kölluð áður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 08:41

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fagnaði því innilega þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti að hann hefði ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.

Margir búast við því að Sanna verði í leiðtogahlutverki hjá Sósíalistum í komandi kosningum en sjálf hefur hún gefið það út að hún ætli í framboð.

Sanna sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að hún hafi ákveðið að kíkja inn á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, eftir langa fjarveru en þar hafi beðið hennar miður skemmtileg skilaboð.

„Þetta er það sem blasti við mér. Held ég hafi aldrei verið kölluð surtur áður, það er nýtt,“ sagði hún um skilaboðin sem blöstu við frá Pétri Yngva Leóssyni.

Sanna hefur þótt standa sig vel í störfum sínum sem borgarfulltrúi og til marks um það má nefna könnun Maskínu í ágúst síðastliðnum. Niðurstöður hennar voru þær að Sanna hefur staðið sig best allra borgarfulltrúa á kjörtímabilinu.

Færsla Sönnu í gærkvöldi vakti talsverða athygli en einnig reiði margra.

„Sumt fólk er hreinlega sorglegt í nöturleika sínum og hatri,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Almáttugur, mikið getur fólk verði bilað og ljótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Auðveldara fyrir Trump að „vinna“ viðskiptadeilur við Laos eða Madagaskar en við Evrópusambandið eða Kína“

„Auðveldara fyrir Trump að „vinna“ viðskiptadeilur við Laos eða Madagaskar en við Evrópusambandið eða Kína“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk greitt fyrir að gera við glugga en mætti aldrei

Fékk greitt fyrir að gera við glugga en mætti aldrei
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“
Fréttir
Í gær

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“
Fréttir
Í gær

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Í gær

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda
Fréttir
Í gær

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin