fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Segir að þessir þrír flokkar séu „einni TikTok-herferð“ frá því að ná meirihluta með tæra hægri stjórn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíðindi gærdagsins þar sem Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hefur eðlilega vakið mikið umtal á samfélagsmiðlum.

Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri DV og Stundarinnar og núverandi blaðamaður og framkvæmdastjóri Heimildarinnar, greindi stöðuna á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Á endanum mun fólk kannski sjá það þannig að Katrín kom Bjarna Ben aftur í ríkisstjórn, Guðmundur Ingi gerði hann að forsætisráðherra og Svandís hrakti hann burt,“ sagði Jón Trausti og bætti við:

„Það, í kaldhæðni örlaganna, bjargaði honum frá því að vera hafnað af eigin flokki á landsfundi fyrir kosningar, eftirlét honum frumkvæðið á ný og aflaði honum hámarksathygli á kosningafund í beinni sem sterka leiðtoganum, þó með lágmarksárangur sem slíkur.“

Jón Trausti setti svo spurningarmerki við úthald Samfylkingarinnar sem hefur verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum að undanförnu. Ef fer sem horfir verður Samfylkingin langstærsti flokkurinn að loknum næstu kosningum.

„Frekar ólíklegt er að Samfylkingin með breiðari en þynnra smurða stefnu haldi rúmlega fjórðungsfylgi út á ferskleika og óánægju, nema Kristrúnu takist að staðfesta sig sem nýja miðju og stöðugleika stjórnmálanna, eins og Katrínu tókst þó með meiri reynslu. Samfylking hefði geta unnið með Sjálfstæðisflokki undir nýjum formanni. En núna er það þannig að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Viðreisn eru í síðustu könnun einni TikTok herferð frá því að ná meirihluta með tæra hægri stjórn, ef einhver skyldi vilja vinna með Bjarna og Sigmundi, þó ekki sé nema þeir sjálfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú