fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ódámurinn kominn aftur á kreik: „Í póstinum sendi hann mér einnig 133 „emoji“ af fokkmerki“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 09:00

Sunna Dís Másdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem handritaþjófurinn Filippo Bernardini sé kominn aftur á kreik en rithöfundurinn Sunna Dís Másdóttir lenti í klóm hans nýlega en sá við honum.

Mikið var fjallað um Bernardini fyrir nokkrum misserum en hann hefur í gegnum tíðina blekkt fjölda höfunda og útgefenda til að senda sér óútgefin handrit. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði hendur í hári hans árið 2022 en hann slapp við fangelsisrefsingu þegar dómur féll í mars á síðasta ári. Þess í stað var hann sektaður og gert að yfirgefa Bandaríkin.

Bernardini virðist vera kominn aftur á kreik eins og fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

„Mér skilst að nú einbeiti hann sér að Evrópu en láti Bandaríkin eiga sig,“ segir Sunna Dís við Morgunblaðið en Bernardini virðist hafa komist á snoðir um að hún væri að senda frá sér skáldsögu.

Sendi hann henni tölvupóst og þóttist vera Fríða Ísberg rithöfundur. Bað hann hana að senda eintak af bókinni í PDF-skali en staðreyndin var sú að Sunna var löngu búin að senda Fríðu handritið.

„Eins og alltaf þá stofnar hann nýtt netfang sem er eins og netfang Fríðu nema það skeikar einum bókstaf. Ég svaraði ekki en lét Fríðu vita að hann væri kominn aftur á kreik,“ segir Sunna við Morgunblaðið en í framhaldinu fékk hún fleiri tölvupósta og starfsfólk Forlagsins einnig þar sem Bernardini þóttist vera Sunna. Að lokum fór það svo að hún sendi honum tölvupóst enda orðin þreytt á áreitinu.

 „Á föstudaginn fékk ég tölvupóst frá honum og þar var útdráttur úr bókinni minni. Honum hefur því tekist að fá handritið og þennan póst sendi hann undir nafni. Í póstinum sendi hann mér einnig 133 „emoji“ af fokkmerki. Kannski kallaði ég þetta yfir mig með því að svara honum en mér skilst að fleiri hafi fengið svipuð skilaboð. Þetta lagðist ekki vel í hann en ég veit ekki á hvaða vegferð hann er,“ segir Sunna við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“