Chelsea gæti vel misst sinn besta leikmann, Cole Palmer, í sumar ef félaginu mistekst að vinna titil á tímabilinu.
Þetta segir William Gallas, fyrrum leikmaður liðsins, en Palmer hefur byrjað leiktíðina virkilega vel.
Palmer er samningsbundinn til ársins 2033 og ljóst að Chelsea þarf alls ekki að selja þennan frábæra leikmann.
,,Cole Palmer gæti vel viljað yfirgefa Chelsea í framtíðinni ef þeir sanna það ekki að þeir geti unnið titla,“ sagði Gallas.
,,Hvert mun hann fara? Barcelona gæti hentað honum vel, þeir eru með unga leikmenn eins og Lamine Yamal og gætu einnig verið að kaupa Nico Williams.“
,,Það kæmi mér ekki á óvart ef hann vilji ræða við Chelsea í sumar ef þeir ná ekki að vinna titil. Hann vill fá að vita markmið félagsins.“