Live Science segir að stjörnufræðingar hafi komið auga á lengsta útblástur svarthols, sem sést hefur til þessa, og sé lengd hans 23 milljónir ljósára en það svarar til 140 faldrar lengdar Vetrarbrautarinnar.
Þessi útblástur eru risastórir straumar jónaðs efnis sem kemur frá svartholum og er hraði þess nærri því að vera ljóshraði.
Þessi langi útblásturstraumur, sem stjörnufræðingar uppgötvuðu, kemur frá svartholi sem er í 7,5 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni.
Svarthol eru venjulega í miðju vetrarbrauta og soga til sín efni úr nágrenninu og spýta því svo út úr sér á gríðarlega miklum hraða. Þannig myndast endurgjafar ferli sem stýrir því hvernig vetrarbrautir þróast.
Höfundar rannsóknarinnar segja að næsta skref sé að rannsaka hvernig risastórir útblástursstrókar af þessu tagi höfðu áhrif á uppbyggingu alheimsins.