fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ekki hella eggjavatninu í vaskinn – Farðu frekar með það út í garð

Pressan
Laugardaginn 19. október 2024 18:30

Það er hægt að nota eggjavatnið í garðinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust eru margir sem hafa ekki hugleitt að það er hægt að nota vatn, sem egg eru soðin í, til góðra hluta í garðinum. Það er því full ástæða til að hella þessu vatni ekki í vaskinn.

Eggjavatnið inniheldur mörg næringarefni sem geta komið sér vel fyrir plöntur og bætt vaxtarskilyrði þeirra.

Þegar egg eru soðin losnar um hluta af því kalsíum sem er í skurninni. Það endar sem sagt í vatninu. Kalsíum er mjög mikilvægt fyrir vaxtarskilyrði plantna því það hjálpar til við að stýra pH-gildinu í jarðveginum og þannig tryggja rótarkerfinu stabílt umhverfi.

Eftir því sem Ruhr24 segir, þá er jarðvegur, með pH-gildi 6,0 til 6,5, kjörinn fyrir margar plöntur því það tryggir þeim bestu skilyrðin til að ná sér í næringarefni.

Einnig er vitað að kalsíum styrkir plöntur og veitir þeim meiri mótstöðu gegn sjúkdómum og meindýrum.

Ef plöntunar skortir kalsíum þá sést það oft af gulum eða brúnum blettum á blöðunum. Ef svo er, þá getur eggjavatn hjálpað þeim. Þú þarft bara að láta vatnið kólna niður í stofuhita áður en þau vökvar með því.  Það er líka hægt að geyma vatnið í nokkra daga áður en vökvað er með því. Mælt er með því að plönturnar fái eggjavatn einu sinni í viku.

En það er rétt að taka fram að ekki er snjallt að nota vatn sem lituð egg eru soðin í. Litarefnið í skurninni getur nefnilega haft áhrif á gæði vatnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru