fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Var jarðsettur með stóra steina á bringunni – Gegndu ákveðnu hlutverki

Pressan
Laugardaginn 19. október 2024 14:30

Hér sjást steinar ofan á beinagrindinni. Mynd:Jörg Orschiedt/State Office for Heritage Management and Archaeology Saxony-Anhalt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir fornleifafræðingar hafa grafið upp gröf þar sem maður var grafinn með stóra steina á bringunni. Þessir steinar gegndu ákveðnu hlutverki að sögn fornleifafræðinganna.

Gröfin, sem er nærri bænum Quedlinburg í Saxony-Anhald, er ein 16 grafa sem hafa fundist þar. Þarna voru glæpamenn, sem höfðu verið teknir af lífi með hengingu, grafnir frá því um 1660 þar til snemma á nítjándu öld.

Ástæðan fyrir steinunum á bringu mannsins er að þeir áttu að koma í veg fyrir að hann gæti risið upp frá dauðum.

Marita Genesis, sem stýrir uppgreftrinum, sagði í samtali við Live Science að fólkið, sem var jarðsett þarna, hafi hugsanlega dáið ótímabærum dauða án þess að hafa játað sök eða fengið aflausn synda sinna. Fólk hafi óttast að það myndi snúa aftur úr ríki hinna dauðu og því hafi verið gripið til margvíslegra aðgerða til að koma í veg fyrir að það gerðist.

Auk þess að setja steina á líkin, þá voru útlimir hinna látnu stundum bundnir saman, viðarkrossar voru settir á líkin eða þau þakin með burstaviði.

Beinagrindin ber þess engin merki að maðurinn hafi verið tekinn af lífi en rétt er að hafa í huga að hvorki henging eða drukknun hefðu skilið eftir sig ummerki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi