fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Kókaín kom til Ítalíu 200 árum áður en talið hefur verið fram að þessu

Pressan
Laugardaginn 19. október 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn komust nýlega að því fyrir algjöra tilviljun að kókaín barst til Ítalíu á sautjándu öld, eða tveimur öldum áður en talið hafði verið. Það kom frá Ameríku.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Archaelogical Science.

Ummerki um kókaínneyslu fundust í heilavef Ítala, sem voru uppi á sautjándu öld, og bendir það til að þeir hafi tuggið kókalauf, sem eru laufin sem kókaín er unnið úr.

Þegar ítalski landkönnuðurinn Amerigo Vespucci kom þangað sem nú er Venesúela árið 1499, tók hann eftir að frumbyggjarnir tuggðu kókalauf. Síðar tóku spænskir hermenn eftir að Inkar notuðu kókaplöntur við trúarathafnir, til lækninga og til afþreyingar.

Höfundar rannsóknarinnar segja að Inkarnir hafi talið kókaplöntunar töfraplöntu sem hafi getað unnið á hungri og þorsta, haft hrífandi áhrif og verið nothæf til lækninga við ýmsum kvillum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um