Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Archaelogical Science.
Ummerki um kókaínneyslu fundust í heilavef Ítala, sem voru uppi á sautjándu öld, og bendir það til að þeir hafi tuggið kókalauf, sem eru laufin sem kókaín er unnið úr.
Þegar ítalski landkönnuðurinn Amerigo Vespucci kom þangað sem nú er Venesúela árið 1499, tók hann eftir að frumbyggjarnir tuggðu kókalauf. Síðar tóku spænskir hermenn eftir að Inkar notuðu kókaplöntur við trúarathafnir, til lækninga og til afþreyingar.
Höfundar rannsóknarinnar segja að Inkarnir hafi talið kókaplöntunar töfraplöntu sem hafi getað unnið á hungri og þorsta, haft hrífandi áhrif og verið nothæf til lækninga við ýmsum kvillum.