Þetta er greinilega ekki eitthvað sem allir þola ef miða má við frétt The Guardian sem segir að verkið hafi verið sýnt tvisvar í óperunni og hafi samtals átján sýningargestir þurft á aðstoð að halda, þar af þurftu þrír læknisaðstoð.
Verk Holzinger eru þekkt fyrir að dansa á mörkum dansverka og djarfra sýninga. Aðeins konur koma fram í verkum hennar og eru þær venjulega allsnaktar eða hálfnaktar á sviðinu. Í fyrri verkum hennar hafa leikararnir meðal annars stundað sverðagleypingar, húðflúr, sjálfsfróun og málað með blóði og hægðum.
Holzinger ræddi við blaðamann the Guardian fyrr á árinu og sagði þá að í hennar augum sé góð danstækni ekki bara að geta dansað fullkomlega, heldur einnig að geta kastað af sér vatni eftir pöntun.