fbpx
Mánudagur 14.október 2024
Pressan

Óttast að fá Kínverja sem nágranna við mikilvæga bandaríska herstöð

Pressan
Mánudaginn 14. október 2024 08:00

Frá Diego Garcia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega sömdu Bretar við stjórnvöld í Máritíus um yfirráð yfir Chagoseyjum. Þetta er þyrping af eyjum í Kyrrahafi sem Máritíus hefur lengi gert kröfu til. Ein af eyjunum heitir Diego Garcia og þar reka Bretar og Bandaríkjamenn herstöð sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir bandaríska herinn í Indlandshafi og Kyrrahafi.

Samkvæmt samningnum munu Bretar láta Máritíus eftir yfirráð yfir Chagoseyjum, þar á meðal Diego Garcia. Það er þó kveðið á um það í samningnum að herstöðin verði áfram starfrækt næstu 99 árin hið minnsta. Chagoseyjarnar eru rúmlega 2.000 kílómetra frá Máritíus.

Þegar Máritíus fékk sjálfstæði frá Bretlandi 1968 héldu Bretar Chagoseyjum, eingöngu vegna herstöðvarinnar á Diego Garcia. Þeir gerðu eyjarnar að nýrri nýlendu sinni, British Indian Ocean Territory. Þetta hafa stjórnvöld í Máritíus aldrei sætt sig við og fyrir 5 árum komst Alþjóðadómstóllinn í Haag að þeirri niðurstöðu að þetta væri ólöglegt.

Fáir hafa líklega heyrt um Diego Garcia en þegar tilkynnt var um samninginn vöknuðu margir upp við vondan draum í Washington og Lundúnum.

Herstöðin, þar er stór herflugvöllur, gegndi mikilvægu hlutverki í Persaflóastríðinu, Íraks-stríðunum og í stríðinu í Afganistan.  Í núverandi stríðsátökum í Miðausturlöndum gegnir hún mikilvægu hlutverki varðandi viðbragðsgetu bandaríska hersins.

Flugbrautin þar er 3.600 metra löng og þar geta því stærstu sprengjuflugvélar Bandaríkjamanna lent, þar á meðal B-1B og B-52H Stratofortress sem geta borið kjarnorkuvopn. Þessar gríðarstóru flugvélar geta flogið allt að 14.000 kílómetra og með því að hafa aðstöðu á Diego Garcia geta þær sinnt verkefnum í Miðausturlöndum, Afríku, Asíu og Suður-Kínahafi en þar geta flugvélar frá bandarísku herstöðinni á Gvam einnig komið til sögunnar.

Þeir sem gagnrýna samninginn óttast að hann sé hrein gjöf til Kínverja. Ástæðan er að samband Máritíus og Kína er mjög gott og óttast fólk nú að Kínverjar muni þrýsta á um að fá að koma upp herstöð á einhverri af eyjunum eða að minnsta kosti hleranastöð. Þannig gætu þeir komið sér fyrir nærri Diego Garcia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk blandar sér í umræðuna um fljúgandi furðuhluti og telur að þetta sé í gangi

Elon Musk blandar sér í umræðuna um fljúgandi furðuhluti og telur að þetta sé í gangi
Pressan
Í gær

14 ára stúlka tók líklega mynd af morðingja sínum

14 ára stúlka tók líklega mynd af morðingja sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið aðferð til að endurvekja mannkynið til lífsins milljörðum ára eftir útrýmingu þess

Telja sig hafa fundið aðferð til að endurvekja mannkynið til lífsins milljörðum ára eftir útrýmingu þess
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú vitum við loksins hvaðan lofthjúpurinn á tunglinu kom

Nú vitum við loksins hvaðan lofthjúpurinn á tunglinu kom
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjaðrafok í vinsælum morgunþáttum eftir umdeilt viðtal

Fjaðrafok í vinsælum morgunþáttum eftir umdeilt viðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þáttastjórnandi réði ekki við sig og sprakk úr hlátri þegar Trump kom með galna fullyrðingu

Þáttastjórnandi réði ekki við sig og sprakk úr hlátri þegar Trump kom með galna fullyrðingu