Vísir greinir frá því í kvöld að það sé möguleiki á að landsleiknum annað kvöld gegn Tyrkjum verði frestað.
Vísir segir að það sé vegna veðurs hérlendis en frostið er farið að láta til sín taka og gæti haft slæm áhrif á völlinn.
Ekkert hefur verið staðfest hingað til en Ísland spilar þarna mikilvægan leik í Þjóðadeildinni.
Það er ekki búið að ákveða að fresta viðureigninni en knattspoyrnusambandið mun skoða stöðuna nánar á morgun.
Laugardalsvöllur er eins og flestir vita ekki upphitaður knattspyrnuvöllur og ef mikið frost verður í nótt gæti hann verið ónothæfur í viðureigninni.
Vísir segir enn fremur að það sé hægt að fresta leiknum um sólahring en Þjóðadeildin fer einnig fram á þriðjudag.