Mauricio Pochettino, stjóri bandaríska landsliðsins, viðurkennir að hann hafi áhyggjur af stórstjörnu liðsins, Christian Pulisic.
Pochettino vill meiri vernd fyrir stærstu stjörnu liðsins sem spilar með AC Milan á Ítalíu og glímir við mikið leikjaálag á hverju ári.
Paulo Fonseca, stjóri AC Milan, sagði fyrr í vikunni að hann hefði áhyggjur af Pulisic og að hann væri að spila of margar mínútur sem gæti endað með meiðslum.
,,Að mínu mati er hann stórkostlegur leikmaður, einn sá besti sóknarlega í heiminum,“ sagði Pochettino.
,,Ég viðurkenni að við höfum ákveðnar áhyggjur því stundum þurfum við að vernda hann á vellinum.“
,,Hann mætti til leiks nokkuð þreyttur en þegar við þurfum á honum að halda þá þarf hann að vera upp á sitt besta, ánægður og sterkur því hann er gríðarlega hæfileikaríkur.“