Albert Guðmundsson vildi ekki mæta til móts við landsliðið fyrir leikinn gegn Tyrkjum á morgun. Frá þessu segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands.
Albert var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot á fimmtudag, degi fyrir leikinn gegn Wales.
Hann hafði ekki tök á því að mæta í þann leik, Hareide segir að KSÍ hafi haft samband við Albert og haft áhuga á að fá hann inn.
Albert vildi hins vegar fá frí. „Það var hans ákvörðun, við leyfðum honu að taka þá ákvörðun. Við vitum að hann þarf tíma,“ sagði Hareide.
Albert hefur spilað vel með Fiorentina á Ítalíu en búist er við að hann mæti aftur í landsliðið í nóvember.