fbpx
Sunnudagur 13.október 2024
Fréttir

Ríkisstjórninni slitið og kosningar í lok nóvember

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. október 2024 15:01

Bjarni Benediktsson á blaðamannafundinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra tilkynnti nú fyrir stundu að hann myndi leggja fram tillögu um þingrof fyrir forseta Íslands og boðað verði til kosninga í lok nóvember.

Í máli Bjarna kom fram að ágreiningur hafi staðið yfir innan ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum um nokkurt skeið sem og í  orkumálum. Ágreiningur sé einnig í öðrum málum og sagðist Bjarni ekki sjá fyrir sér að farsælar lausnir myndu nást á þeim.

Lagði hann þó áherslu á að ríkisstjórnin hefði komið mörgu í verk og staðið frammi fyrir sögulegum verkefnum á borð við heimsfaraldur Covid-19 og náttúrhamfarir á Reykjanesi. Margt hafi verið vel unnið og leyst en nú hafi verkefnin breyst.

Sagðist Bjarni gera ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir myndu starfa fram að kosningum. Náist ekki samstaða um það mun hann biðjast lausnar og við tæki starfsstjórn.

Aðspurður sagðist Bjarni stefna að því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Hann væri formaður flokksins og með sterkt umboð til þess.

Á fundinum kom einnig fram að Bjarni hyggðist funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Bessastöðum kl.9.00 í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hatrammar deilur fyrrum sambýlinga sem ráku saman sauðfjárbú – Konan freistaði þess að fá skiptastjórann rekinn

Hatrammar deilur fyrrum sambýlinga sem ráku saman sauðfjárbú – Konan freistaði þess að fá skiptastjórann rekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist vill auka möguleika yfirvalda á að svipta brotamenn ríkisborgararétti

Diljá Mist vill auka möguleika yfirvalda á að svipta brotamenn ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall