fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Ríkisstjórninni slitið og kosningar í lok nóvember

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. október 2024 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra tilkynnti nú fyrir stundu að hann myndi leggja fram tillögu um þingrof fyrir forseta Íslands og boðað verði til kosninga í lok nóvember.

Í máli Bjarna kom fram að ágreiningur hafi staðið yfir innan ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum um nokkurt skeið sem og í  orkumálum. Ágreiningur sé einnig í öðrum málum og sagðist Bjarni ekki sjá fyrir sér að farsælar lausnir myndu nást á þeim.

Lagði hann þó áherslu á að ríkisstjórnin hefði komið mörgu í verk og staðið frammi fyrir sögulegum verkefnum á borð við heimsfaraldur Covid-19 og náttúrhamfarir á Reykjanesi. Margt hafi verið vel unnið og leyst en nú hafi verkefnin breyst.

Sagðist Bjarni gera ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir myndu starfa fram að kosningum. Náist ekki samstaða um það mun hann biðjast lausnar og við tæki starfsstjórn.

Aðspurður sagðist Bjarni stefna að því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Hann væri formaður flokksins og með sterkt umboð til þess.

Á fundinum kom einnig fram að Bjarni hyggðist funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Bessastöðum kl.9.00 í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú