fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ríkisstjórninni slitið og kosningar í lok nóvember

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. október 2024 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra tilkynnti nú fyrir stundu að hann myndi leggja fram tillögu um þingrof fyrir forseta Íslands og boðað verði til kosninga í lok nóvember.

Í máli Bjarna kom fram að ágreiningur hafi staðið yfir innan ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum um nokkurt skeið sem og í  orkumálum. Ágreiningur sé einnig í öðrum málum og sagðist Bjarni ekki sjá fyrir sér að farsælar lausnir myndu nást á þeim.

Lagði hann þó áherslu á að ríkisstjórnin hefði komið mörgu í verk og staðið frammi fyrir sögulegum verkefnum á borð við heimsfaraldur Covid-19 og náttúrhamfarir á Reykjanesi. Margt hafi verið vel unnið og leyst en nú hafi verkefnin breyst.

Sagðist Bjarni gera ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir myndu starfa fram að kosningum. Náist ekki samstaða um það mun hann biðjast lausnar og við tæki starfsstjórn.

Aðspurður sagðist Bjarni stefna að því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Hann væri formaður flokksins og með sterkt umboð til þess.

Á fundinum kom einnig fram að Bjarni hyggðist funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Bessastöðum kl.9.00 í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks