Fyrrum ungstirni Manchester City Jamie Gittens eða Jamie Bynoe-Gittens er á óskalista tveggja stórliða á Englandi.
Frá þessu er greint í dag en þessi 20 ára gamli strákur fór sömu leið og fyrrum leikmaður City, Jadon Sancho.
Sancho fór frá City til Dortmund á sínum tíma en samdi síðar við Manchester United og svo Chelsea.
Gittens hefur spilað 50 deildarleiki fyrir Dortmund og skorað sex mörk en hann kom þangað árið 2022.
Liverpool og Chelsea eru að horfa til leikmannsins sem á tíu landsleiki að baki fyrir enska U21 landsliðið.
Gittens þekkir til Chelsea en hann lék með liðinu sem krakki en samdi við akademíu City árið 2018.