Segja má að ákveðnum tímamótum í geimsögunni hafi verið náð eftir tilraunaskot með Starship-fari SpaceX-fyrirtækisins.
Með sérhönnuðum gripprjónum, sem kallaðir eru Mechazilla, tókst fyrirtækinu að endurheimta hluta úr eldflauginni og er markmiðið að endurnýta hlutana fyrir næstu geimferðir.
Tilraunin hefur verið lengi í undirbúningi og þurfti ótrúlegur fjöldi af smáatriðum að ganga upp. Því var það stór áfangi að allt skyldi ganga upp og braust út trylltur fögnuður meðal starfsmanna SpaceX eftir að tilraunin hepnnaðist.
Á samfélagsmiðlinum X birti fyrirtækið magnað myndband af atburðinum:
Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/6R5YatSVJX
— SpaceX (@SpaceX) October 13, 2024