fbpx
Sunnudagur 13.október 2024
Fréttir

Fullyrðir að Kanye West hafi viljað sænga hjá tengdamóður sinni

Fókus
Sunnudaginn 13. október 2024 12:30

Kanye West og Bianca Censori. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West tjáði þáverandi kærustu sinni og síðar eiginkonu, Biöncu Censori, að hann vildi stunda kynlíf með móður hennar og vildi að hún myndi sjálf horfa á atlotin. Þetta kemur fram í 88 blaðsíðna  kæru sem fyrrverandi aðstoðarkona West lagði fram á hendur honum.

Lauren Pisciotta starfaði sem aðstoðarkona West árin 2021-2022 en hún lagði kæruna fram í júní síðastliðnum þar sem hún sakar rapparann um að hafa áreitt sig kynferðislega. Í kærunni kemur fram að Kanye hafi iðulega tjáð ástkonum sínum eða fórnarlömbum að hann vildi sænga hjá mæðrum þeirra. Í kærunni má sjá skjáskot af samskiptum Kanye við Censori þar sem hann greinir frá þessum áhuga sínum. Samskiptin á hann að hafa sent á Pisciotta í kjölfarið.

Í kærunni má finna hryllilegar lýsingar af hegðun West sem á að hafa fengið ungar konur til Bandaríkjanna og veitt þeim störf hjá fyrirtæki sínu til að þær fengju tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Síðan hafi hann farið fram á kynferðislega greiða frá konunum enda hafi hann haft öll völd yfir þeim. Pisciotta hafi meðal annars haft það hlutverk að skipuleggja ferðir þessara kvenna til Bandaríkjanna.

Censori hafi verið ein af þessum stúlkum en hún flutti frá Ástralíu til Bandaríkjanna árið 2020 til þess að vinna fyrir fyrirtæki West. Þau giftu sig síðan í lok árs 2022 en hávær orðrómur er uppi um að hjónabandið sé nú á enda runnið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hatrammar deilur fyrrum sambýlinga sem ráku saman sauðfjárbú – Konan freistaði þess að fá skiptastjórann rekinn

Hatrammar deilur fyrrum sambýlinga sem ráku saman sauðfjárbú – Konan freistaði þess að fá skiptastjórann rekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist vill auka möguleika yfirvalda á að svipta brotamenn ríkisborgararétti

Diljá Mist vill auka möguleika yfirvalda á að svipta brotamenn ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall