fbpx
Sunnudagur 13.október 2024
Fréttir

Sólveig Anna ekki sátt við fréttaflutning og lygar Elvars – „Vel gert, Vísir, litla krútt“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. október 2024 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, er allt annað en kát með fréttaflutning Vísis af gjaldþroti veitingahússins Ítalíu. Í umfjöllun miðilsins í vikulok fékk Elvar Ingimarsson, eigandi staðarins, að halda því óáreittur fram að það hefðu verið mótmælaaðgerðir Eflingar sem hefðu verið banabiti Ítalgests ehf., rekstrarfélags veitingastaðarins.

„Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ sagði Elvar í áðurnefndri umfjöllun.

Sé hins vegar auglýsingin um gjaldþrotið í Lögbirtingablaðinu skoðuð sést að frestsdagur er 5.september sem samkvæmt lögum telst vera „sá dagur sem héraðsdómara berst beiðni um heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings eða krafa um gjaldþrotaskipti,“

Krafan um gjaldþrotaskiptin barst þann 5. september

Mótmæli Eflingar fyrir framan veitingastaðinn hófust hins vegar ekki fyrr en 12. september, viku eftir að krafa um gjaldþrotaskipti leit dagsins ljós.

Eins og áður segir var Sólveig Anna ekki hrifinn af því að Elvar hafi fengið að halda fram þessum lygum og hún hæddist að fréttastofunni og skaut föstum skotum að Elvari i færslu á Facebook-síðu sinni.

„Vel gert, Vísir, litla krútt. Félög í Eigu Elvars Ingimarssona eru í vanskilum við skattinn upp á tæpar 50 milljónir. Vanskilin við lífeyrissjóðinn Gildi eru rúmar 12 milljónir. Til viðbótar ýmis önnur vanskil. En auðvitað eru það aðgerðir Eflingar sem orsökuðu gjaldþrotið. Skamm vonda Efling að koma í veg fyrir að heiðvirðir viðskiptamenn geri upp við skattinn og Gildi, það er ekki ofsögum sagt af illkvitni þinni og andstyggilegheitum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hatrammar deilur fyrrum sambýlinga sem ráku saman sauðfjárbú – Konan freistaði þess að fá skiptastjórann rekinn

Hatrammar deilur fyrrum sambýlinga sem ráku saman sauðfjárbú – Konan freistaði þess að fá skiptastjórann rekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist vill auka möguleika yfirvalda á að svipta brotamenn ríkisborgararétti

Diljá Mist vill auka möguleika yfirvalda á að svipta brotamenn ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall