Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, viðurkennir að hann sé aðdáandi Ruben Amorim sem er orðaður við félagið í dag.
Amorim er þjálfari Sporting í Portúgal en Fernandes þekkir það félag vel og lék með liðinu áður en hann kom til Englands.
Erik ten Hag, stjóri United, er valtur í sessi þessa stundina og er Amorim talin vera ofarlega á óskalista enska félagsins.
,,Síðan herra Amorim kom til Sporting þá hefur liðið spilað einn besta fótboltann,“ sagði Fernandes.
,,Þeir hafa sýnt mikinn stöðugleika og gert rétt kaup – þeir eru á góðum stað og eru undirbúnir fyrir sín verkefni.“
,,Varðadni Amorim þá sýnir þetta okkur að hann er mjög vel undirbúinn þjálfari.“