Marco van Basten, goðsögn Hollands, hefur tjáð sig um landa sinn Erik ten Hag sem er þjálfari Manchester United.
Van Basten er aðdáandi Ten Hag en bendir á að hann hafi gert ein stór mistök eftir að hafa tekið við liðinu.
Ten Hag hefur þó unnið tvo titla með liðinu hingað til og þar á meðal enska bikarinn.
,,Ég þekki það eftir tíma hans hjá Ajax að hann er góður þjálfari. Hann gerði flotta hluti hjá Utrecht og Go Ahead Eagles,“ sagði Van Basten.
,,Þetta er maður sem getur byggt upp leikmannahóp og bætir liðið en þú þarft að vera heppinn með leikmannahóp.“
,,Hann gerði mistök sem voru að kaupa inn marga leikmenn fyrir mikla peninga sem stóðu sig ekki vel. Það er hlutverk yfirmanns knattspyrnumála, hann tók of mikla stjórn.“