fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fókus

Britney hneyslar enn og aftur – Snerti á sér einkastaðina og skakaði sér í „twerk“ dansi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. október 2024 16:30

Britney er opinská. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppsöngkonan Britney Spears hefur enn og aftur náð að hneyksla fólk með myndbandi. Að þessu sinni má sjá hana „twerka“ á fjórum fótum á ströndinni.

Það er sjaldan lognmolla í kringum söngkonuna þessi misserin og hafa margir haft áhyggjur af geðheilsu hennar. Hún var lengi sjálfræðissvipt og faðir hennar fór með forsjá hennar. Þá fékk Britney nýlega þau gleðitíðindi að tveir unglingssynir hennar hefðu áhuga á að bæta samskiptin við hana.

Britney, sem er 42 ára, hefur margsinnis á undanförnum árum birt af sér myndir og myndbönd þar sem hún sést léttklædd, nú eða bara ekki klædd. Þetta nýjasta myndband, sem hún birti á samfélagsmiðlum, er engin undantekning og hafa hreyfingarnar hneykslað suma.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by XILA MARIA RIVER RED (@britneyspears)

Á myndbandinu má sjá söngkonuna strjúka sér um barminn og einkastaðina á hnjánum. Einnig skaka sér á fjórum fótum í svokölluðum „twerk“ dansi.

Færslan hefur farið um netið eins og eldur í sinu. Aðdáendur gátu hins vegar ekki brugðist við henni með ummælum því söngkonan hafði lokað fyrir þær, en Britney er með tæplega 42 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?